Skírnir - 01.01.1951, Page 30
28
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
menn, að Slésvík væri þar líka, en því var synjað. Þjóðverjar
í Slésvík undu því illa, enda áttu þeir vegna nánara sam-
bands síns við Danmörku við öllu ófrjálslegri stjórnarháttu
að búa en frændur þeirra Holtsetar. Þetta leiddi til kröf-
unnar um, að hertogadæmin yrðu gerð að sjálfstæðri rikis-
heild i konungssambandi einu við Danmörku og fengju sér-
staka frjálslega stjórnarskrá. Dönum yfirleitt, fyrst og fremst
konungi og ríkisstjórn hans, og svo danska þjóðarhrotinu í
Slésvík, var meinilla við hinn þýzka undirróður í hertoga-
dæmunum, og skorti ekki gagngerðar tilraunir til að vinna
á móti hreyfingu þessari og efla danskt þjóðerni í Slésvik
gegn áhrifum sunnan frá. Kom brátt til árekstra af þessum
völdum. Hér við bættist ágreiningur um ríkiserfðir í hertoga-
dæmunum, einkum þó Holstein, hversu fara ætti um þær, er
karlleggur Friðriks III. dæi út með ríkiserfingjanum Frið-
riki, sem líkur bentu til, að verða myndi. Heima fyrir i Dan-
mörku óx hinni frjálslyndu stjórnarstefnu fylgi, eigi sízt eftir
valdatöku Kristjáns VIII. Hér urðu stéttaþingin sem víðar
góður undirbúningsskóli um almenna þátttöku í umræðum
um þjóðmál, enda komu fram um þessar mundir með Dön-
um dugandi og áhugasamir stjórnmálamenn, er fylgdu frjáls-
lyndri stefnu. Hagur ríkisins og þjóðarinnar í heild fór nú
batnandi, atvinnuvegir blómguðust, og jók það að sjálfsögðu
stórhug og sjálfstraust þegnanna, en vakti andúð á ófrelsi og
ranglæti í þjóðfélagsháttum og stjórnarfari, og hneigði þetta
æ fleiri til fylgis við kröfur um aukin þegnréttindi og hlut-
deild borgaranna í stjórn landsins. En hér leiddi Slésvíkur-
málið til þess, að hinir frjálslyndu menn, sem unnu gegn
einveldisskipulaginu í Danmörku, gerðust jafnframt harðvít-
ugir andstæðingar hinnar þýzku stefnu í Slésvík og þar með
algerlega mótfallnir því, að nokkuð yrði slakað á þeim tengsl-
um, er bundu Slésvík við Danmörku. Sú afstaða skapaðist
öðrum þræði af því, að konungur og stjóm hans vildu til
lengstra laga liðka málið á báða bóga til sætta, en slíkt var
þeim af danskri hálfu metið til svika við hinn danska mál-
stað og undansláttar við hina þýzku ásælni. Þannig varð
andstöðuflokkur einveldisstjórnarinnar, hinn frjálslyndi flokk-