Skírnir - 01.01.1951, Síða 31
Skírnir
Dagur er upp kominn
29
ur, öðrum þræði rammur þjóðemisflokkur og íhaldssamur
um allt, er horfði til þess að greina einn rikishluta frá öðr-
um. Helzt vildu hinir nationallíberölu innlima Slésvík í Dan-
mörku með frjálslegri, sameiginlegri stjómarskrá, en láta Holt-
setaland sigla sinn sjó. Sjónarmið þjóðflokksins sigraði 1848,
og ríkisstjórnin ákvað að lýsa því yfir, að Slésvík væri inn-
limuð í Danmörku, undir sömu stjórnarskrá, en að vísu með
sérstöku þingi. Þetta þoldi hinn þýzki flokkur ekki og gerði
uppreisn, og hófst nú Slésvíkurstyrjöldin fyrri 1848—50, er
lauk með því, að Danir urðu að hætta við innlimunaráform
sitt, og staða Slésvíkur varð með líkum hætti og áður, að frá-
teknum þeim breytingum, er leiddu. af því, að einveldið var
nú undir lok liðið. Hér verður ekki nánara rakið um að-
draganda styrjaldarinnar né styrjöldina sjálfa. En af því,
sem nú var frá sagt, má ljóst verða, að Slésvíkurdeilan hafði
og hlaut að hafa gagnger áhrif á viðhorf danskra stjórn-
málamanna gagnvart óskum íslendinga um sjálfsforræði, er
einveldisfyrirkomulagið var úr gildi numið. Og í því máli
var því síður að vænta styrks frá frjálslynda þjóðflokknum,
sem hann var fastara bundinn í Slésvíkurmálinu, en menn
þess flokks, svo sem Orla Lehmann og Balthasar Christensen
höfðu þó áður sýnt óskum Islendinga fulla velvild og stutt
þá drengilega. Nú var svo málum komið, fyrir rás viðburð-
anna, eins og Brynjólfur Pétursson komst að orði 1849, að
„hvort sem menn veita Islendingum minna sérmálasjálfstæði
en Slésvíkurmenn gera kröfur um, eða meira sjálfstæði en
Danmörk vill veita Slésvíkurmönnum, þá geti yfirlýsing af
hálfu stjómarinnar um skipan íslenzkra mála orðið misheitt
til þess að koma af stað vafningum um tengslin við Slésvík.“
IV.
Kristján konungur VIII. andaðist 20. janúar 1848. Vonir
þær um endurbætur á stjórnháttum, er ýmsir höfðu tengt
við valdatöku hans, þar á meðal Islendingar, höfðu bmgðizt.
Honum auðnaðist ekki það, sem hann myndi þó hafa óskað,
að koma á frjálslegra stjórnarfari í ríki sínu, og har margt
til þess, en síðustu árin vann hann, svo að fáir vissu, að því