Skírnir - 01.01.1951, Síða 32
30
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
að semja nýja stjómarskrá, og það ráð gaf hann syni sínum
á banasæng sinni, að koma á þingbundinni konungsstjórn.
Friðrik VII., er nú tók við völdum, var hlynntur frjálslegri
stjórnarskipan og fráhverfur einveldi, að nokkru leyti af því,
að hann hafði lítinn áhuga á stjómarstörfum. Fylgdi hann
ráðum föður síns, og 28. janúar, er hann var nýtekinn við
völdum, lýsti hann yfir því, að hann myndi láta af einveldi
og setja ríkinu nýja stjórnarskrá. Var það höfuðatriði í þess-
um boðskap konungs, að sett yrði sameiginlegt þing fyrir
konungsríkið Danmörku og hertogadæmin bæði til þess að
fjalla um sameiginleg löggjafarefni, en allt var hér óákveðið,
og vissu menn fyrst í stað ógerla, hversu þessi nýja skipan
myndi í rauninni verða. En þó hafði yfirlýsing konungs þau
áhrif, að þegar til Danmerkur bárust tíðindin um fehrúar-
byltinguna í Frakklandi og frelsishreyfingar þær, er nú urðu
víða í löndum, þá gætti minna æsinga í Danmörku en í
flestum einvaldsríkjum, er menn væntu sér þegar bráðra
bóta um stjórnarfar í þá átt, sem nú var almennt krafizt.
En að sjálfsögðu höfðu þessir atburðir allmikil áhrif um að
flýta framgangi málanna og skýra fyrir mönnum ýmislegt
varðandi hið nýja stjórnskipulag.
Boðskapurinn um afnám einveldisins hlaut að snerta Is-
lendinga eigi síður en aðra þegna Danakonungs, og að vissu
leyti fremur, því að hér bættist við vandamálið um stöðu
íslands gagnvart Danmörku. Jón Sigurðsson, sem nú var
áhrifamesti stjórnmálamaður þjóðarinnar, hafði að vísu hugs-
að mikið og kannað um stjórnmálaleg réttindi íslendinga
og komizt þar að fastri og óhagganlegri niðurstöðu. Hann
hafði þegar bent á það og fært sönnur á það, að íslendingar
hefðu í öndverðu tryggt óskert þjóðréttindi sín, er þeir gengu
Noregskonungi á hönd, með gamla sáttmála, og þessi réttindi
hefðu þeir svo með öðrum sérstökum samningi fengið ein-
valdskonungi í hendur 1662. En þegar konungur afsalaði sér
einveldinu, féllu þessi réttindi aftur í hendur þjóðinni sjálfri.
Islendingar hefðu á sínum tíma gengið á hönd Noregskon-
ungi, ekki Norðmönnum. Með sama hætti hefðu þeir játazt
undir einveldi Danakonungs 1662, en ekki Dana. Samkvæmt