Skírnir - 01.01.1951, Síða 33
Skírnir
Dagur er upp kominn
31
því áttu Islendingar nú við konunginn einan að eiga, er
semja skyldi um nýja tilhögun á sambandi hans og íslenzku
þjóðarinnar, en ekki Dani eða fulltrúaþing þeirra. Hitt er
annað mál, að honurn gat ekki dulizt, að svo myndi þó fara,
að fulltrúar hinnar dönsku þjóðar myndu þykjast eiga hér
nokkru um að ráða, enda kom það á daginn. Um þetta höf-
uðmál ritaði Jón í Félagsritin 1848 grein, er hann nefndi
Hugvekju til Islendinga. Er þar mörkuð stefna hans í sjálf-
stæðismálinu og byggt á þeim meginatriðum, sem nú var lýst.
Var það krafa hans, að málum þessum yrði engan veginn til
lykta ráðið, án þess að fulltrúar þjóðarinnar væru til kvadd-
ir og heyrðar óskir þeirra. Hins vegar skoraði hann á landa
sína að eiga fundi um málið sumarið 1848 og senda bænar-
skrár til konungs um óskir sínar.
Ýmissa orsaka vegna varð konungur að hverfa frá því að
setja sjálfur ný stjómskipunarlög. I þess stað var boðað til
fundar í stéttaþingunum dönsku til undirbúnings lögum um
kosningar til allsherjarþings, er saman kæmi til þess að
ganga frá stjómarskrá, og voru þau lög útgefin 7. júlí 1848.
Var ætlun konungs, að Islendingar skyldu á því stjómlaga-
þingi eiga 5 fulltrúa, er hann nefndi til sjálfur, helzt úr
hópi alþingismanna.
V.
Vorið 1848 var ekki tíðindalaust á Islandi. Jafnliliða frásögn-
um um uppreisnir og byltingar sunnan úr álfunni komu fregn-
irnar um, að nýr konungur væri tekinn við völdum í Dan-
mörku og einvaldsstjórn lokið í Danaveldi, en hertogadæm-
in hefðu gert uppreisn og heimtað skilnað frá Danmörku
og sjálfsforræði. Með vorskipunum bámst Ný félagsrit með
ávarpi til Islendinga, eftir Jón Sigurðsson. Hér var tjaldi
lyft frá nýrri útsýn yfir fortíð þjóðarinnar og framtíð. Margt
af því, sem þama var sagt, hafði mönnum áður birzt í sam-
bandi við dagskrármál undanfarinna ára, Alþingismálið, verzl-
unarmálið, skólamálið og fjárhagsmálið. En hér blasti þetta
allt við í eðlilegri heild, um leið og kveðið var upp úr um
réttindi þjóðarinnar og skýlausa kröfu til sjálfstjórnar. Fyrir