Skírnir - 01.01.1951, Síða 34
32
Þorkell Jóhannesson
Skirnir
augimx fjölda manns var þetta eins og vitrun, er hreif þá
föstum tökum, lyfti þeim hátt yfir deyfð og fábreytni hvers-
dagsleikans, gerbreytti lífsviðhorfi þeirra. Hingað til höfðu
þeir verið meira og minna óánægðir yfir því, hversu seint
gekk að fá réttingu ýmissa mála sinna. Sanngjarnar óskir
fengu litla áheym, vonir brugðust til hálfs eða fulls — og
allt var þetta gömul saga, í ætt við þeirra eigið basl í tví-
sýnni baráttu um stopul gæði landsins og svipulan afla
sjávarins. Svona hafði það alltaf verið. En þetta, sem þeim
birtist hér, var annað og meira en ósk eða von. Það var
hugsjón svo stór og voldug, að hún rumaði reyndar allar
óskir og vonir, eins og drottinleg bæn allar bænir, svo fögur
hugsjón og mikilvæg, að engum kom til hugar að spyrja,
hvað hún myndi kosta eða hvenær hún myndi rætast. Hún
var samstundis orðin hluti af sjálfum þeim.
Hingað til hafði baráttan staðið um viðhorf frá degi til
dags. Nú var allt breytt. Þjóðin hafði eignazt hugsjón. Og
hún hafði líka eignazt leiðtoga í baráttunni, er nú hófst fyr-
ir þessari hugsjón. Jón Sigurðsson hafði vakið þjóð sína. Nú
vísaði hann henni veginn. Vorskipin 1848 fluttu ekki aðeins
ávarp til Islendinga. Þau fluttu einnig hvatningarbréf Jóns
til þeirra manna, er hann treysti bezt til þess að hafa for-
ustu fyrir þjóðinni heima fyrir í sjálfstæðismáli hennar, er
nú var svo óvænt orðið efst á dagskrá. Hér skipuðu sér í
fylkingarbrjóst tveir þingmenn, þeir séra Hannes Stefánsson
Stephensen, þingmaður Borgfirðinga, og Jón Guðmundsson,
síðar ritstjóri Þjóðólfs, þm. Skaftfellinga. f fyrstu var það
von ýmissa og ákveðin tilmæli, að Þórður dómstjóri Svein-
bjömsson gengist fyrir fundarhaldi í Reykjavík um þetta mál,
en hann hafði gegnt forsetastörfum á Alþingi 1847. Þórður
var þessa ófús og þóttist loks tilneyddur að lýsa því yfir opin-
berlega, að þess væri ekki að vænta, að hann kveddi slíkan
fund saman. Hlaut hann af þessu verðugt ámæh. Hér var
fyrst um það að ræða, að landsmenn kysu sjálfir fulltrúa
á allsherjarþing það, er halda átti í Danmörku til þess að
ganga frá nýjum stjómarlögum fyrir ríkið. En reyndar var
það ætlun þeirra Hannesar og Jóns o. fl., að á fundi þess-