Skírnir - 01.01.1951, Side 35
Skírnir Dagur er upp kominn 33
um yrði rætt „um landsins gagn og nauðsynjar“ og stjóm-
arskipunarmálið rætt. Loks komst þó á fundur um málið í
Reykjavík 11. júlí um sumarið. Rituðu þar 24 menn —
flest embættismenn — undir ávarp til konungs um, að fs-
lendingum leyfðist að velja sjálfir 4 fulltrúa af 5, er kon-
ungur hefði ætlað Islendingum að hafa á fyrirhuguðu stjórn-
lagaþingi. Kom það glöggt fram á þessum emhættismanna-
fundi, sem hingað til hafði loðað fast við allar slíkar sam-
komur, að allur þorrinn gekk út frá því, að skylt væri að
binda umræður og tillögur við fyrirætlun þá eða skoðun,
er lýsti sér í stjórnarbréfi því, sem fram var komið um mál-
ið, og mætti alls ekki ræða það frá öðrum sjónarmiðum og
engar tillögur mætti gera, er í aðra átt gengju en til nauð-
synlegrar lagfæringar á þeirri lausn, er stjórnin hafði hugs-
að sér. Sjálfstæðar tillögur og óskir um aðra skipan málsins
máttu ekki koma fram. Viðhorf þetta var að sjálfsögðu arfur
einvaldsskipulagsins. Embættismennimir vom orðnir því svo
vanir að fylgja í blindni öllu, er stjómin vildi, að það hvarfl-
aði að fæstum þeirra, að til greina gæti komið að vera á
öðm máli. Á þessum fundi vom þeir báðir, Jón Guðmunds-
son og Hannes Stephensen, og rituðu undir ávarp þetta. Og
lengra varð þessari samkomu ekki ekið í sjálfstæðismálinu,
og er það táknrænt um afstöðuna til þess, eins og hún var
í upphafi baráttunnar. Embættismennimir voru yfirleitt
deigir og hikandi, og eimdi lengi eftir af því, sem síðar
mun sjást. Þeim Hannesi og Jóni og öðmm, er stórhugaðri
vom, virtist þetta þó betra en ekki neitt, og var ávarpið
síðan fengið í hendur stiftamtmanni til fyrirgreiðslu. En mál-
inu var ekki þar með lokið. Hannes Stephensen hafði á
Reykjavíkurfundinum hreyft við allróttækum tillögum í þá
átt, sem Jón Sigurðsson hafði fram haldið í ávarpi sínu. Nú
virtist honum og öðmm, er líks hugar vom, að ekki mætti
við svo búið standa. Eins og á stóð, var ekki unnt að taka
málið í heild sinni til rækilegrar umræðu og yfirvegunar,
svo að um það yrðu gerðar fullnaðartillögur. Slíkt varð að
bíða betra tækifæris. Því var nú til ráðs tekið að efna til
samtaka um að óska eindregið eftir því, að hin nýju stjóm-
3