Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 36
34
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
arlög yrðu lögð fyrir þjóðarsamkomu, að öllu því, er varðaði
Island, og yrði um þau atriði fjallað af þjóðkjörnum full-
trúum. Voru bænarskrár þessa efnis fyrst undirritaðar af
fjölda manna í Borgarfjarðarsýslu og Ámessýslu. I annan
stað gekkst Jón Guðmundsson mest fyrir því, að haldinn
yrði fulltrúafundur á Þingvöllum til umræðu um málið og
til þess að tryggja skipulega og almenna þátttöku í undir-
skriftunum. Var þetta fyrsti Þingvallafundurinn og þótti
merkileg nýlunda. Fundarmenn urðu aðeins 19, enda gafst
harla lítill timi til viðbúnaðar. Á fundinum var einhugur
ríkjandi og mikill áhugi. Voru þar gerðar ályktanir, er gengu
í sömu átt og bænarskrár þær, er fyrr var getið. Gengu
fundarmenn síðan fast fram um að safna undirskiiftum til
stuðnings ályktunum fundarins, og rituðu um 2500 menn
undir bænarskrárnar. Vom þær síðan sendar konungi.
Að sjálfsögðu lét stiftamtmaður mál þetta til sín taka.
Stiftamtmaður var þá Rosenöm, er við embætti tók af Hoppe
1847, en lét af embætti 1849 og gerðist skömmu síðar innan-
ríkisráðherra í Danmörku, góðgjarn og mikilhæfur maður.
Rosenörn hafði fylgzt með öllum gangi málsins, og þegar
hann tók við ályktun Reykjavíkurfundarins, var honum vel
ljóst, m. a. af viðræðum sínum við Hannes Stephensen, að
viðbúnaður var hafður um að æskja þess, að málinu yrði
ekki til lykta ráðið, án þess að innlendur fulltrúafundur
fengi að láta uppi álit sitt um það. Ritaði Rosenörn stjórn-
inni um málið 21. júlí og skýrði þar rétt og drengilega frá
öllum málavöxtum. Þetta bréf Rosenörns virðist hafa miklu
ráðið um afstöðu konungs, en hún var ákveðin með bréfi
hans 23. september, áður en ávarp Þingvallafundarins og
bænarskrámar bærast til Danmerkur. Bardenfleth, er hér var
áður stiftamtmaður, var nú dómsmálaráðherra, og lagði hann
málið fyrir konung og átti að sjálfsögðu mestan þátt í því,
hversu bréfið var orðað. En í bréfi þessu afsakaði konungur
það, að eigi hefði gefizt tími til þess að undirbúa þátttöku
Islendinga í allsherjarþinginu, svo sem þeir hefðu þó átt til-
kall til, en vegna alvarlegra atburða, þ. e. vegna uppreisn-
arinnar í Slésvík, sé ekki unnt að fresta þinginu, þangað til