Skírnir - 01.01.1951, Síða 37
Skírnir
Dagur er upp kominn
35
nauðsynlegum undirbúningi Islendinga væri lokið. Verði
hann því sjálfur að kveðja fulltrúa til setu á allsherjarþing-
inu fyrir þeirra hönd. En „það er þó ekki ásetningur vor,
að aðalákvarðanir þær, sem þurfa kynni til þess að ákveða
stöðu íslands í ríkinu að lögum, eftir landsins frábrugðna
ásigkomulagi, skuli verða lögleiddar að fullu og öllu, fyrr en
eftir að Islendingar hafa látið álit sitt um það í ljósi á þingi
sér, sem þeir eiga í landinu sjálfu, og skal það, sem þörf
gerist um þetta efni, verða lagt fyrir Alþingi á næsta lög-
skipuðum fundi“. Reyndist fslendingum harla mikilsvert að
geta skírskotað til þessa loforðs konungs í deilum þeim, sem
nú fóru í hönd. Sama dag ákvað konungur, að konungsfull-
trúi á næsta alþingi skyldi vera íslendingur. Var þetta gert
samkvæmt ákveðinni tillögu Rosenörns stiftamtmanns. Var
Páll Melsteð valinn í þá stöðu. Enn varð það til tíðinda þetta
haust, að stofnuð var sérstök stjómardeild fyrir íslenzk mál,
en forstöðumaður hennar varð Rrynjólfur Pétursson, og reynd-
ist hann sem vænta mátti hinn ömggasti ættjarðarvinur og
traustur talsmaður þjóðar sinnar jafnan í öllu því, er hann
mátti, en hans naut því miður stutt við (d. 18. okt. 1851).
Allsherjarþingið var kallað saman 23. október haustið
1848, daginn eftir að bréf konungs frá 23. sept. var birt, þar
sem hann hét íslendingum því að leggja ákvæði væntanlegra
stjórnlaga, er ísland vörðuðu, fyrir þing í landinu sjálfu,
sem fyrr var getið. Af hálfu fslendinga áttu sæti á þinginu
Jón Sigurðsson, Brynjólfur Pétursson, Jón Guðmundsson (rit-
stjóri), Konráð Gíslason, sem þá var orðinn lektor við há-
skólann, og Jón Jónsson bæjarfógeti í Álaborg. Aðstaða þeirra
félaga á þingi þessu var að sumu leyti örðug. Þeir vom til-
nefndir af konungi, en ekki af þjóðinni, en hún og sjálfir
þeir töldu, að þetta þing ætti ekki að hafa nein afskipti af
málum íslands. Hlutverk þeirra varð þá það, að fylgjast vel
með öllu, sem gerðist, en taka að öðm sem minnstan þátt
í afskiptum af málum, nema brýn þörf gerðist vegna hags-
muna íslands. Og að sjálfsögðu var hér nokkur hætta á ferð-
um, þrátt fyrir konungsbréfið frá 23. sept. Svo vel vildi til,
að Brynjólfur Pétursson var kjörinn í stjórnlaganefndina af