Skírnir - 01.01.1951, Side 38
36
Þorkell Jóhannesson
Skimir
hálfu hinna frjálslyndustu þjóðflokksmanna og gat því beitt
áhrifum sínum þar, sem mest reið á, en þeir félagar höfðu
orðið ásáttir um, að á þingi þessu ætti ekki að ákveða um
neitt, er varðaði Island sérstaklega, „enda er því nú og öllu
rýmt burtu. Það hef eg á unnið“, segir Brynjólfur um starf
sitt í nefndinni. Kom sú skoðun og fram af hálfu danskra
fulltrúa, að halda bæri fslandi utan hinna nýju stjórnlaga.
En rökin til þess, að þetta gekk svo greiðlega, er að rekja
til Slésvíkurmálsins, eins og glöggt kemur fram í hréfi Brynj-
ólfs Péturssonar til innanríkisráðherrans í marz 1849, er
áður var vitnað til, en þar kveður hann enn fremur svo að
orði: „Ef þér eruð á sama máli sem eg um þetta, mun eg
reyna að koma stjómlaganefndinni á þá skoðun, að hún eigi
ekki að fara fram á það, að stjómin láti nokkuð uppi í þessu
máli.“ Og stjómin féllst alveg á þetta. Hitt er annað mál,
að tvær vom hliðar á rökfærslu þessari. Nú kom fslend-
ingum það vel, að málið væri látið hiða. En þegar að því
kom, að þeir vildu hraða því, þá kom í ljós, að stjórnin gat
hmgðið fyrir sig þessari sömu röksemd því til tafar — og
gerði það líka.
Stjómlagaþinginu danska lauk svo, að ekkert var þar ákveð-
ið um stöðu íslands. En heima á íslandi var viðhúnaði hald-
ið áfram fyrir Alþingi 1849. Hreyfing sú, er vakin var með
Þingvallafundinum árið áður og almennum undirskriftum um
stjórnarmálið, hélt áfram. Þetta vor var fyrst efnt til hér-
aðsfunda að Kollabúðum og í Þórsnesi, og á Þingvöllum
var haldinn fjölmennur umræðufundur, og komu þangað
menn úr flestum sýslum landsins. Á fundum þessum var
hreyft hinum helztu málum öllum, er á dagskrá vora, og
ávörp samin og hænarskrár, er senda skyldi til Alþingis.
Er þess getið til marks um áhuga á samkomum þessum, að
Þingvallafundinn sóttu um 30 skólapiltar úr Reykjavík. Vor-
hugur var í öllum, og allt hneig að einu um að efla sam-
heldni, bjartsýni og þjóðrækni manna. Þetta kom meðal
annars fram í stofnun nýrra hlaða og tímarita á ámnum
1848—49, en fram til þessa var deyfð ríkjandi um slík efni.
Nú urðu þessi rit til þess að glæða áhuga manna, en öll