Skírnir - 01.01.1951, Page 40
38
Þorkell Jóhannesson
Skímir
VI.
Meginverkefni Alþingis 1849 var að ganga frá lögum um
kosningar til þjóðfundar, er ráðgert var, að haldinn yrði
sumarið 1850 og fjalla skyldi um stjómarskipun íslands,
samkvæmt loforði konungs frá 23. sept. 1848. Ferð konungs-
fulltrúa til Islands frá Kaupmannahöfn tókst að þessu sinni
svo ógreiðlega, að hann kom ekki til Reykjavíkur fyrr en
undir júlílok, er þingið hafði staðið nær 3 vikur. Þingmenn
þóttust ekki mega bíða svo lengi aðgerðalausir eftir frum-
varpi stjórnarinnar. Kusu þeir því nefnd í málið og samdi
hún því næst nýtt frumvarp til kosningalaga. Lágu fyrir
þinginu tillögur um málið frá Þingvallafundi, og varð frv.
nefndarinnar í meginatriðum í samræmi við þær ályktanir
og nefndin einhuga í málinu. Var frv. þetta samþykkt af
þinginu með litlum breytingum. Þess var jafnframt beiðzt,
að hraðað yrði staðfestingu frv. og yrði þjóðfundurinn sett-
ur 15. júní 1850. Var þessu öllu lokið, er konungsfulltrúi
kom til landsins. En þótt málinu væri ráðið til lykta með
fullri eindrægni þingmanna, þótti ekki annað hlýða en að
taka stjórnarfrv. fyrir og álykta eitthvað um það. Sá var
höfuðmismunur þessara frv., að stjórnarfrv. hélt fram óbein-
um kosningum, en Alþingi vildi hafa beinar kosningar. Þá
gerði stjómin ráð fyrir nokkru lægri tölu þjóðkjörinna full-
trúa, 36 í stað 42, er þingið hafði samþykkt í sínu frv. tJr-
slit mðu þau, að þingið hélt fast við fmmvarp sitt, og lét
stjórnin sér það lynda, og var það staðfest um haustið, óbreytt
að kalla, tala þjóðkjörinna fulltrúa þó lækkuð í 40.
Hér var þá lokið fyrsta þætti viðbúnaðarins, en eftir var
það, sem skipti mestu máli, að ganga frá tillögum um stjóm-
arskipun landsins og tengsl þess við Danmörku. Kom brátt
í ljós, að þetta myndi ekki auðgert, eins og málum horfði
nú í Danmörku, og olli því Slésvíkurdeilan, er nú stóð sem
hæst. Hér greindust menn einkum í tvo flokka. Var sá miklu
sterkari, er eigi vildi slaka hið minnsta til í Slésvíkurdeil-
unni, heldur gera eina fasttimbraða heild úr Slésvík, Dan-
mörku, Færeyjum og Islandi og kalla Danmerkurríki. Holt-
setalandi og hertogadæminu Lauenborg, er að visu lutu Dana-