Skírnir - 01.01.1951, Síða 41
Skírnir
Dagur er upp kominn
39
konungi, varð ekki þröngvað inn í ríkisheild þessa sökum
sérstöðu þeirra og tengsla við þýzka ríkjasambandið. Aðrir
voru þeir, er þóttust sjá, að ógerlegt mjndi reynast að halda
Suður-Slésvík í nánum tengslum við Danmörku, er megin-
þorri landsmanna var þýzkur eða mælti á þýzka tungu og
vildi ekki annað en samband við Holstein og þýzk lönd.
Stefna þeirra var sú, að Slésvík yrði skipt eftir þjóðemi og
fylgdi suðurhlutinn Holstein, en Norður-Slésvík yrði tengd
Danmörku sem fastast. Einn í þessum hópi var Rosenöm,
er stiftamtmaður var á Islandi, en nú innanríkisráðherra í
Danmörku. Lagði hann það til, að lönd konungs fengju sjálf-
stjóm um sérmál sín, en lönd þessi eða ríkishlutar voru 4:
1. Lauenborg, 2. Holstein með Suður-Slésvik, 3. Danmörk
með Norður-Slésvík, og 4. ísland. Áttu lönd þessi að hafa
þing sér um sérmál sín, en um sameiginleg mál skyldi fjall-
að á allsherjarsamkomu fulltrúa frá öllum þessum löndum.
Þessi tilhögun fékk lítið fylgi sökum þess, að þeir voru flest-
ir, er eigi máttu heyra nefnda skiptingu Slésvíkur. Hér var
því svo ástatt, að meiri hluti stjómarinnar og svo allra Dana
var einráðinn í þvi að halda niðri sjálfstæðiskröfum Slés-
víkurmanna, það er að segja þýzka flokksins, er að uppreisn-
inni stóð. En af þessu leiddi að sjálfsögðu það, að stjómin
var lítt við því búin að gera tillögur um stjórnarlög handa
fslendingum að svo komnu máli, og sízt frjálsleg, er siðar
gætu orðið til þess að styrkja sjálfstæðishreyfinguna í Slés-
vík. Væm fslendingum hins vegar harðir kostir boðnir, gat
það, eins og á stóð, orðið vopn í höndum undirróðursmanna,
er halda vildu á loft því orði, að Danir væm ofbeldismenn
og vildu undiroka minni máttar þjóðir, er því yrði við komið.
Hér var því lang-æskilegast að bíða, þangað til búið væri
að leysa Slésvíkur-deiluna. En á því varð dráttur um sinn.
Og brátt varð ljóst, að ekkert myndi verða úr því, að þjóð-
fundur yrði haldinn sumarið 1850. Var það eigi að vilja fs-
lendinga, því að þeim var ljóst, að allur dráttur á málinu
var til ills eins. Forstöðumaður hinnar íslenzku stjómar-
deildar í Kaupmannahöfn, Brynjólfur Pétursson, reyndi eftir
megni að greiða fyrir málinu, en það varð árangurslaust.