Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 42
40
Þorkell Jóhannesson
Skirnir
Stjórmn ákvað í maí, að þjóðfundurinn skyldi koma saman
4. júlí 1851. Þar með var honum frestað um heilt ár. Fyrr
á árinu, meðan enn var í ráði að heyja þjóðfundinn um
sumarið, kom til orða, að Brynjólfur yrði fulltrúi konungs
á fundinum, og gaf hann þess kost, ef stjórnlagafrumvarpið
yrði í höfuðatriðum lagað eftir þeim tillögum, er hann hafði
lagt fram og Islendingum væru hoðlegir. í raun réttri var
Brynjólfur sammála Jóni Sigurðssyni í stjómarmálinu, en
með því að hann vissi, að stjómin myndi alls ekki fallast á
skoðanir Jóns, var ætlun hans sú, að Islandi skyldi nú veitt
sem frjálslegast fullveldi um sérmál sín öll, þar á meðal
réttindi Alþingis til að leggja á skatta, og aðgreindur yrði
fjárhagur landanna. Það má nú efalaust telja, að fmmvarp,
sem lagt hefði verið fram af Brynjólfi fyrir þjóðfund 1850,
hefði orðið drjúgum hagstæðara en nú varð raun á, og olli
tvennt. 1851 var útséð um lok Slésvíkurdeilunnar. Uppreisnin
var bæld niður, og íhaldsstefnan í Slésvíkurmálinu hrósaði
sigri. En hér bættist það við, að Brynjólfur var orðinn veik-
ur og gat engin áhrif haft á afgreiðslu málsins hjá stjórn-
inni, enda fór því fjarri, að fmmvarp hennar tæki nokkurt
tillit til skoðana hans og tillagna. En hefði hans notið við,
er þó ekki ólíklegt, þrátt fyrir allt, að íslendingar hefðu 1851
átt kost á líkri skipan mála sinna og gerð var með stjómar-
skránni 1874. Nú fór allt á annan og verra veg.
VII.
Heima á Islandi var viðbúnaður hafður um Þingvallafund,
áður þjóðfundurinn kæmi saman sumarið 1850. Nú var út-
séð um hann að sinni, en Jón Sigurðsson hvatti til þess, að
Þingvallafundur yrði haldinn eigi að síður. Þar skyldi kosin
nefnd, sem átti að hafa yfirumsjón með hreyfingu þeirri, er
nú var vakin, um að þjóðin skipaði sér sem fastast um ákveðn-
ar óskir í stjómlagamálinu. En undirbúningsnefnd skyldi
kjósa til starfa í hverri sýslu. Gekkst Hannes Stephensen
fyrir því að boða fund þennan. Var fundarboðinu tekið með
almennmn fögnuði, og sóttu hann um 180 fulltrúar. Það bar
til nýlundu á fundi þessum, að stiftamtmaður sá, er við emb-