Skírnir - 01.01.1951, Síða 44
42
Þorkell Jóhannesson
Skimir
slíkt illa ráðið og ekki viðeigandi. „Það hefur annaðhvort
verið gert af hræsni fyrir honum og Dönum, eða af hrekkj-
um, til að deyfa landsmenn“. Reyndar varðaði þetta litlu,
nema það sýndi irmræti Trampes að taka við slíkri kosn-
ingu, en vinna þó allt að einu gegn málinu í öllu því, er
hann mátti og langt um framar en embættisskylda bauð
honum, sem enn skal frá skýrt.
Viðbúnaður sá allur, er hér var hafður, miðaði til þess,
að í ljós kæmi sem gleggst og ótvíræðast vilji þjóðarinnar.
Hér var því síður nokkru að leyna, að það var þvert á móti
æskilegt og nauðsynlegt, að stjórnin fengi sem fyrst og gleggst
að vita um þjóðarviljann. Og það brást ekki. Þjóðin stóð nú
sem einn maður um höfuðatriði málsins, en á þessu stigi
skyldi ekki um annað sinnt. Hin minni háttar atriði og end-
anlegur frágangur stjórnlagafrumvarpsins skyldi geymdur
Þingvallafundi 1851 og sjálfum þjóðfundinum. Trampe átti
vegna setu sinnar í aðalnefndinni hægt með að fylgjast með
öllum gangi málanna. En hafi fulltrúar Þingvallafundarins,
sem kusu hann í nefndina, haldið, að þeir myndu með því
tryggja sér fylgi hans, þá brást sú von hrapallega. Reyndar
var nú meiri þörf á því en nokkru sinni fyrr, að þjóðin
ætti manni á að skipa, er legði henni lið hjá stjórninni.
Rrynjólfur Pétursson var nú veikur orðinn og að kalla til
einskis fær frá því á áliðnu sumri 1830, og andaðist, sem fyrr
var frá sagt, haustið 1851. En hér spillti Trampe fremur en
hætti. Kom það í hlut Rardenfleths, sem var einn í hópi hinna
harðskeyttustu alríkissinna, að ganga frá frumvarpi stjóm-
arinnar, og gerði hann það eins og honum þótti hezt henta,
án nokkurs tillits til hinna fyrri tillagna Brynjólfs Pétursson-
ar, er Rosenörn hafði áður aðhyllzt í meginatriðum. Eigi gat
stjórnin afsakað sig með því, að hún þekkti ekki hug lands-
manna, því að um hann var henni nógu vel kunnugt af ávörp-
um þeim, er henni bárust frá héraðsnefndunum. Og þau
voru sum ekki myrk í máli, svo sem ávarp Skagfirðinga, er
lét í ljósi, að þeir hefðu litla von um það, að Islandi stafaði
nokkur heill af sambandi við Danmörku, hvaða grundvall-