Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 45
Skírnir Dagur er upp kominn 43
arreglum sem fylgt yrði um tilhögun þess sambands og stjórn
landsins.
Trampe stiftamtmaður fékk í hendur uppkast að frumvarpi
stjórnarinnar haustið 1850, þótt leynt færi. Var honum nú
fullljóst, hvert stefndi og að hvergi myndi saman koma
stefna stjómarinnar og vilji landsmanna. Féllst Trampe ein-
dregið á stefnu fmmvarpsins. En hitt var að vonum, að bæði
hann og stjórnin væm dálítið uggandi um afleiðingar, sem
það mundi hafa, er þjóðin fengi vitneskju um þá kosti, er
henni skyldu settir. Var það ráð Trampes og eindregin ósk,
að sent yrði herskip til landsins um vorið, svo að nokkur
herafli væri til taks, ef til uppþots kæmi eftir Þingvalla-
fundinn, sem í ráði var að halda fyrir sjálfan þjóðfundinn.
Mætti vera, að hér hefði heldur stutt til, að sumrinu áður
höfðu Skagfirðingar gert samtök um að ríða norður að Möðru-
völlum og skora á Grím amtmann Jónsson að segja af sér,
en þeim líkaði illa ýmis framkoma hans, eigi sízt í afskipt-
um af byggingu konungsjarða. Þótti þetta mikil og fáheyrð
ofdirfska og bera vott um uppreisnaranda. Með líkum hætti
höfðu skólapiltar veturinn 1850 gert samtök gegn Sveinbirni
rektor Egilssyni, er einnig mæltist illa fyrir hjá yfirvöldun-
um. En þótt stjórnin samþykkti varúðarráðstöfun þessa, virð-
ist hún ekki hafa verið mjög hrædd um, að langlundargeð
Islendinga væri á þrotum. Annars hefði hún líkast til hlífzt
við að senda þeim að þessu sinni frumvarp til verzlunarlaga,
þar sem hafnað var margítrekuðum óskum þeirra um verzl-
unarfrelsi. Hitt verður fremur að metast til stjórnkænsku
en einurðarskorts, er stjórnin sendi ekki stjórnarskrárfrum-
varpið til landsins né birti það, fyrr en búið var að setja
þjóðfundinn. En að vísu var slíkt atferli einnig í heinni and-
stöðu við skýlausar óskir landsmanna á Þingvallafundinum
árið áður.
Þess var fyrr getið, að Trampe stiftamtmaður hefði feng-
ið í hendur uppkast að stjórnlagafrumvarpinu þegar um
haustið 1850. En þótt því væri ekki opinberlega flíkað, fengu
ýmsir brátt nokkurt veður af því, hvað stjómin ætlaðist fyrir.