Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 48
46
Þorkell Jóhannesson
Skirnir
þingstörfum, er honum þætti ástæða til. Og loks 12. júlí
voru lögð fram mál þau, er stjórnin vildi leggja fyrir þingið.
Komu gögn þessi með herskipi, er jafnframt flutti hingað
herflokk, er settur var á land í Reykjavík að tilmælum Tram-
pes, sem fyrr var getið. Kom mönnum slíkt mjög á óvart.
Og er einn fundarmanna gerði fyrirspum um, hverju þetta
sætti, neitaði Trampe með bréfi að svara þeirri spumingu.
Nú gaf fundarmönnum loks á að líta kosti þá, er stjórn-
in ætlaði landsmönnum. Eftir því sem á undan var gengið
og kvisazt hafði, væntu menn að vísu ekki neins góðs úr
þessari átt, en það, sem hér gaf á að líta, var öllu verra en
nokkurn hafði órað fyrir. Hér var stefnt að fullkominni inn-
limun. Samkvæmt 1. grein frumvarpsins skyldu gmndvall-
arlög Dana gilda hér á landi, enda svo langt gengið í athuga-
semdum við frumvarpið, að því var þar haldið fram, að
grundvallarlögin væm þegar í gildi á íslandi. Var þetta rök-
stutt með því, að konungur hefði með staðfestingu gmnd-
vallarlaganna samþykkt stjómarskipun þessa innan takmarka
þeirra, er sett vom með einveldislögunum frá 1665, en þau
lög, ásamt konungsbréfi frá 4. sept. 1709, hefðu ákveðið, að
Island væri hluti af danska ríkinu. Samkvæmt því var Islend-
ingum ætlað að eiga sex fulltma á ríkisþinginu danska. En
landið sjálft átti að vera svo sem amt í Danmörku, og Alþingi
átti að hafa viðlíka starfssvið og amtsráð. I þeim málefnum,
sem eingöngu snertu Island, skyldi löggjafarvaldið vera hjá
konungi, með þeirri tilhlutun af Alþingis hálfu, sem því
var nú veitt eða því yrði veitt síðar. En um vald Alþingis
í æðri stjóm innanlandsmálefna skyldi ákveðið með laga-
boði sér í lagi fyrir Island, líkt því sem kann að verða
ákveðið um æðri sveitarstjórnir í Danmörku. Er óþarfi að
rekja nánara ákvæði frumvarps þessa. En af því, sem nú
var frá sagt, er ljóst, að hér var gengið þvert á móti gmnd-
vallarskoðunum og höfuðkröfum Islendinga, svo að hér gat
ekki orðið um neitt samkomulag að ræða. I fyrsta lagi viður-
kenndu Islendingar ekki, að einveldislögin og konungsbréfið
frá 4. sept. 1709 kæmi íslandi við, enda hefðu boð þessi
aldrei verið birt hér, sem annars var venja um öll lög, er