Skírnir - 01.01.1951, Page 49
Skírnir
Dagur er upp kominn
47
gilda áttu á Islandi. Þar með var því mótmælt, að Island
væri eða hefði nokkru sinni verið að lögum hluti af Dan-
mörku eða Danmerkurríki, þótt það lyti veldi Danakonungs.
1 öðru lagi — og leiddi þetta reyndar af hinu — mótmæltu
Islendingar því, að Danir eða ríkisþing þeirra hefði öðlazt
nokkum rétt til afskipta eða ráða um málefni íslenzku þjóð-
arinnar við einveldisafsal konungs. Einveldisrétti sínum yfir
fslandi gæti konungur aðeins afsalað sér í hendur fslendinga
sjálfra, eins og hann hefði öðlazt hann frá þeim. í þriðja
lagi var með þessu framferði stjórnarinnar gerð tilraun til
þess að rjúfa loforð það, sem konungur hafði gefið íslend-
ingum með bréfi sínu frá 23. sept. 1848, sem átti að vernda
þá gegn því, að ríkislög Dana yrðu lögleidd hér. En nú, á
þessum þjóðfundi, sem í eðli sínu var og átti að vera alger-
lega hliðstæður allsherjarþingi Dana 1848—49, leyfði stjóm-
in sér að halda því fram, að grundvallarlögin dönsku væru
þegar í gildi á íslandi og ætlaðist til þess, að þjóðfulltrúar
íslendinga væm svo aumir að gangast undir slíkt.
Hér verður ekki greint frá gangi annarra mála á þjóð-
fundinum en stjórnlagamálsins, er kallað var frumvarp til
laga um stöðu fslands í fyrirkomulagi ríkisins og um ríkis-
þingskosningar á íslandi. Frv. kom til umræðu 21. júlí, og
höfðu þingmenn þá haft nokkum tíma til þess að kynna sér
efni þess. En þrátt fyrir það, þótt öllum þingheimi væri ljóst,
að hér yrði trauðlega til sigurs barizt að sinni, vom þing-
menn engan veginn með daufu bragði. Þingskörangurinn
Hannes Stephensen hóf mál sitt á þessa leið: „Hann er þá
mnninn upp þessi dagur, er vér í fyrsta sinn eftir langan
aldur megum hugsa um sjálfa oss. Sæll veri þessi dagur og
allir slíkir dagar eftirleiðis“. Ræður fundarmanna hnigu sem
vænta mátti gegn þeim skilningi á stöðu íslands, er fram
kom í framvarpinu. Reis þá upp Trampe stiftamtmaður og
kvað fundarmönnum með öllu óheimilt að fara út fyrir þann
grandvöll, er frv. var reist á, hvort heldur væri í umræðmn
eða tillögum um málið. En grandvöllurinn væri sá, að ísland
væri hluti Danmerkurríkis og giltu grandvallarlögin um það
ríki allt. Tveir fundarmenn, þeir Þórður Jónasson yfirdómari