Skírnir - 01.01.1951, Síða 50
48
Þorkell Jóhannesson
Skirnir
og Pétur Pétursson lektor, studdu heldur mál Trampes. Jón-
Sigurðsson hélt höfuðræðuna gegn frumvarpinu. Er skemmst
frá að segja, að að lokinni umræðu var kosin 9 manna nefnd
í málið. Samdi sú nefnd nýtt frumvarp, byggt á þeim megin-
atriðum, sem áður höfðu fram komið í samþykktum Þing-
vallafunda tvö undanfarin ár og héraðsfundir víðs vegar
um landið höfðu fallizt á. Einn nefndarmanna, Þórður Svein-
bjömsson, vildi notast við frumvarp stjómarinnar, en breyta
flestum greinum þess. Hann átaldi og þá aðferð stjómarinn-
ar, að ætla með þessum hætti að innleiða hér á landi gmnd-
vallarlög Danmerkur. Tillögur nefndarinnar vom lagðar fyr-
ir fundarmenn 7. ágúst. Var nú mjög liðið á tíma þann,
er ákveðinn hafði verið, en Trampe hafði tjáð forseta 22.
júlí, daginn eftir að stjórnarmálið kom til 1. umræðu, að hann
vænti þess, að störfum fundarins yrði lokið 9. ágúst. Nú hafði
málið tekið þá stefnu, er hann kaus sízt, og var þess að
vænta, að hann gripi nú til þeirrar heimildar, að slíta fund-
inum, er honum þætti henta, enda varð sú raun á. 8. ágúst
boðaði forseti til fundar um hádegishil daginn eftir, en þá
myndi forseti bera fram erindi nokkurt við fundarmenn.
Fundur þessi, einn hinn sögulegasti í þingsögu Islendinga,
hófst á tilsettum tíma. Hóf þá Trampe máls og var all-
þungorður í garð fundarmanna og þó einkum stjómlaga-
nefndar og kvað máhnu nú komið í það horf, að tilgangs-
laust væri að halda slíku áfram og myndi hann því slíta
fundinum þá þegar. „Og lýsi eg því þá yfir í nafni kon-
ungs -—Jón Sigurðsson grípur fram í: „Má eg biðja mér
hljóðs til að forsvara aðgerðir nefndarinnar og þingsins?“
Páll Melsteð forseti: „Nei.“ Trampe: „—að fundinum er slitið.“
Þá mælti Jón Sigurðsson: „Þá mótmæli ég þessari aðferð.“ —
Um leið og Trampe og forseti gengu hurtu úr sætum sínum,
mælti Trampe: „Eg vona, að þingmenn hafi heyrt, að eg
hefi slitið fundinum í nafni konungs!“ Þá mælti Jón Sigurðs-
son: „Og eg mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari
aðferð, og eg áskil þinginu rétt til þess að klaga til konungs
vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“ Þá risu