Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 51
Skírnir Dagur er upp kominn 49
fundarmenn upp, og mæltu flestir 1 einu hljóði: „Vér mót-
mælum allir!“
Þjóðfundinum var hleypt upp um hádegi 9. ágúst 1851.
Þann sama dag hafði Trampe stiftamtmaður boðið fundar-
mönnum öllum til veizlu. Brá svo við, að til þess hófs komu
aðeins 5 fundarmenn, þ. e. konungkjörnu fulltrúamir allir
nema séra Halldór Jónsson á Hofi. Þetta vom þó betri
heimtur en til stóð, ef litið er á málalok þau, sem orðin
voru, því að í raun réttri var enginn þessara manna fylgj-
andi stjórninni af sannfæringu, og það var álit Jóns Sigurðs-
sonar, að hefði fundinum gefizt tími til þess að ræða
málið, myndi samkomulag hafa náðst í öllum greinum. En
á það reyndi nú ekki, og eftir fundinn varð ýmislegt til
þess að gera klofning úr því, sem í upphafi var mestmegnis
aðeins tilhneiging hinna konungkjörnu fulltrúa til þess að
fara svo nærri framkomnum vilja stjómarinnar sem unnt
væri. Tillögur Þórðar Sveinhjörnssonar í stjórnlaganefndinni
sýndu, að þeir vildu ekki láta bjóða sér allt. En í raun réttri
voru þeir ekki frjálsir menn. Þeir voru embættismenn, aldir
upp við einveldisstjórn, en sú aðstaða og skóli sá, er þeir
höfðu í gengið, var ekki fallinn til þess að gera mönnum
gjamt að setja á odd einkaskoðanir sínar í málunum, sízt
gegn yfirlýstum. vilja stjórnarinnar. Þetta ósjálfstæði embætt-
ismannanna gagnvart stjórninni hafði greinilega komið í ljós
á fundum embættismannanefndarinnar 1839 og 1841 og síðan
meðal hinna konungkjörnu þingmanna á Alþingi. Reyndar
má kalla, að á hinum fyrstu þingum væri allur þorri þing-
manna heldur uppburðarlítill um að koma fram með sjálf-
stæðar tillögur, sem von var, meðan menn voru þingstörfum
óvanir. Þetta hafði breytzt smám saman nokkuð, og nú í lok
þjóðfundarins gerbreyttist aðstaðan. Hinir þjóðkjömu fulltrú-
ar vom nú hinir einbeittustu í andófi sínu gegn stjórninni.
Hinir konungkjömu drógu sig aftur í hlé, og upp frá þessu
verður það trauðlega til vegsauka talið meðal Islendinga að
vera konungkjörinn, en heyrist þó nokkrum sinnum viðhaft
sem skammaryrði.
4