Skírnir - 01.01.1951, Side 52
50
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
IX.
Þjóðfundinum undir forustu Jóns Sigurðssonar var þegar
ljóst, er fundinum var hleypt upp, að eigi mátti við svo búið
standa. Skutu þeir þegar á fundi á öðrum stað í bænum.
Varð þeim fyrst fyrir að rita forseta þjóðfundarins, Páli Mel-
steð, þungort bréf vegna framkomu hans. Sveið þeim mest,
er hann hafði neitað fundarmönnum um leyfi til þess að
andmæla áburði Trampes og gera grein fyrir málstað sín-
um. Daginn eftir, 10. ágúst, komu þeir saman af nýju og
undirrituðu ávarp til konungs, er Jón Sigurðsson hafði sam-
ið. I ávarpi þessu var rakin saga málsins, konungur minntur
á fyrirheit til þegna sinna um frjálslegri stjómarskipan og
loforð hans um að ákveða ekkert um stöðu Islands, fyrr en
leitað hefði verið álits fulltrúa íslenzku þjóðarinnar. Þetta
loforð konungs hefði konungsfulltrúinn, Trampe greifi, nú
rofið. Þjóðfundurinn hefði ekki fengið að láta í ljósi álit sitt
um stjómarmálið á formlegan hátt, enda töldu ávarpsmenn-
imir, að loforði konungs væri ekki fullnægt, fym en þing,
sem kjörið væri með sama hætti og þjóðfundurinn, hefði um
málið fjallað. Jafnframt mótmæltu þeir lagagildi allra fyrir-
mæla, sem um þetta efni kynnu að verða gerð að landsmönn-
um forspurðum. Síðan gerðu þeir grein fyrir því, að þeir teldu
sér rétt að gera tillögur um samband Islands við önnur riki
konungs og á hvaða röksemdum þær tillögur væm reistar
og hvers vegna stjómlaganefnd fundarins hefði ekki getað sætt
sig við tillögur stjómarinnar. Loks mótmæltu þeir þeim að-
fömm Trampes, er hann hefði talið stjórninni trú um, að
hér rikti sá uppreisnarandi, að nauðsyn væri að hafa herlið
við höndina til þess að halda landsmönnum í skefjum, og
hefði þetta haft ill áhrif á þjóðina, enda teldi hún sér
misboðið með þessu. Ályktarorð ávarpsins vom þau: 1. að
konungur fengi stjórn málefna landsins í hendur manna,
helzt innlendra, er þjóðin gæti treyst, og að sá maður, er
settur yrði fyrir þessi mál í Kaupmannahöfn, fengi sæti og
atkvæði í ríkisráði um þau almennu mál, er varða ísland.
2. að stjórnlagafrv., byggt á tillögum meirihluta stjórnlaga-
nefndar þjóðfundarins, yrði samið sem fyrst og lagt fyrir