Skírnir - 01.01.1951, Page 53
Skirnir
Dagur er upp kominn
51
þing hér á landi, er kosið væri til eftir sömu reglum og gilt
hefði um kjör til þjóðfundarins.
Loks vora á þessum sama fundi kjömir þrír menn til þess
að flytja konunginum ávarp þetta, þeir Jón Sigurðsson, Jón
Guðmundsson og Eggert Briem sýslumaður. Stóðu að aðgerð-
um þessum 36 þjóðfundarmanna.
Eins og vænta mátti, var Trampe ekki ókunnugt um við-
búnað þjóðfundarmanna, enda var hann ekki aðgerðalaus.
Ritaði hann stjórninni þegar eftir lok fundarins hvert bréfið
á fætur öðra og var ærið harðorður um ýmsa fundarmenn.
f öðru lagi kærði Páll Melsteð til stjómarinnar yfir aðkasti,
sem hann hefði orðið fyrir af fundarmönnum, og kvaðst
vænta þess, að stjómin gæfi sér í þessu máli þá uppreist,
er hún teldi, að hann ætti skilið, og réð henni jafnframt
til þess að bæla í tíma niður ofsa þann og æsingu, sem hér
sé tekið að brydda á, einkum hjá embættismönnum. Trampe
tók í sama streng. Lagði hann til, að stjórnin léti þá Jón
Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, séra Efannes Stephen-
sen, séra Halldór Jónsson og séra Ólaf E. Johnsen sæta hörð-
um skriftum, helzt embættismissi, en umbunaði hins vegar
konungkjömu fulltrúunum 5, veitti þeim heiðursmerki. Um
stjórnarlögin sjálf lagði hann það til, að fyrst um sinn yrði
þvi máli ekki hreyft, en vildi þó, að stjórnarfarinu yrði breytt
og taldi konungkjömu fulltrúana 5 sér sammála, en þrír þeirra,
P. M., Þ. Sv. og P. P., hára á móti því síðar. Tillögur Tram-
pes um þetta vora í höfuðatriðum sem hér segir: 1. Grund-
vallarlög Danmerkurríkis skyldu lögleidd á íslandi. 2. Al-
þingi verði yfirsveitarstjórn á fslandi, en þar eigi sæti 1 full-
trúi fyrir hverja sýslu og nokkrir embættismenn. Alþingi
skyldi velja 3 fulltrúa til setu á ríkisþingi Dana. Þá vildi
hann breyta innanlandsstjórninni, leggja niður íslenzku stjórn-
ardeildina í Kaupmannahöfn og afgreiða mál beint héðan
til ráðuneytanna.
Svo má virðast af tillögum þessum og öðrum bréfagerðum
Trampes, að hann hafi verið vel ánægður með frammistöðu
sína og talið, að nú þyrfti ekki annað en fylgja eftir og
kúska svo landsmenn til fullnustu. Var honum það nokkur