Skírnir - 01.01.1951, Side 54
52
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
vorkunn, því að vér vitum nú, að hann hafði í höndum
erindisbréf, sem veitti honum eins konar alræðisvald. Sam-
kvæmt því gat hann sett hættulega menn í vörzlu eða rek-
ið þá úr landi, vikið mönnum úr embætti og gert yfirleitt
allar þær ráðstafanir, er þurfa þótti til þess að halda uppi
friði og reglu. Til þess hafði hann og fengið herstyrk, sem
að vísu var ekki stór, en mátti sín nokkurs hjá vopnlausri
og vamarlausri þjóð. Röksemdir stjómarinnar fyrir þessum
óvenjulegu ráðstöfunum voru þær, að hér hefði brytt á óeirð-
um í sambandi við norðurreið Skagfirðinga og pereatið í
lærða skólanum. Þetta erindisbréf fór svo leynt, að t. d. Jón
Sigurðsson mun aldrei hafa fengið neitt um það að vita.
Með þetta bréf í vasanum sat Trampe Þingvallafundinn
1850, sem fyrr getur, staðráðinn í því að neyta valdsins, ef
átylla gæfist. En honum gafst engin átylla til þess að beita
valdi. Hér vom engar æsingar. En þótt leynd væri á um
erindisbréfið, var öllum kunnugt, að herskip hafði sent verið
til íslands með herlið, og tilgangur þess gat ekki heldur dul-
izt. Og þegar farið var að rita um þetta mál í Kaupmanna-
hafnarblöðin haustið 1851 og skýrt var frá atburðum, einnig
eins og við horfði frá sjónarmiði Islendinga, urðu dómamir
um röggsemi stjórnarinnar og frammistöðu Trampes misjafn-
ir, og þótti flestum heldur langt gengið. Sætti herliðsflutn-
ingurinn m. a. átölum í ríkisþinginu 1856 við umræðu um
kostnaðarlið þennan í ríkisreikningnum 1852—53, en var þó
látið við svo búið standa, enda langt um liðið. Að sjálfsögðu
gat stjórnin ekki annað en samþykkt gerðir Trampes, sam-
kvæmt umboði því, er hún hafði gefið honum, en þó var
ljóst, að hún var engan veginn ánægð með framkomu hans
og úrslit málsins, „jafnvel þó að stjórnin vilji ekki eftir at-
vikum yfir höfuð láta óánægju sína í ljósi út af aðferð herra
stiftamtmannsins í máli þessu“. Að sama hófi fór stjómin
sparlega í það að votta hinum 5 konungkjömu fulltrúum
þakklæti sitt fyrir auðsýnda hollustu, lét Trampe aðeins
skila til þeirra, að konungur hefði með ánægju heyrt skýrt
frá hollustu þeirra við sig. Páll Melsteð einn fékk heiðurs-
merki dannebrogsmanna, og var honum það lítil hugnun, svo