Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 56
54
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
lendingar fá ekki verzlunarfrelsi eða aðrar óskir sínar upp-
fylltar“. Hét konungur svari við ávarpinu, þótt það kynni
ýmissa orsaka vegna að dragast nokkuð.
Svar það, er konungur hafði heitið þeim nöfnum, Jóni Sig-
urðssyni og Jóni Guðmundssyni, við ávarpi þjóðfmidarmanna,
var dagsett 12. maí 1852. Þar með var og svarað hænar-
skrám þeim úr ýmsrnn héruðum landsins, er stjórninni voru
sendar eftir þjóðfundinn. 1 þessu svari var saga málsins
nokkuð rakin og svo greint frá kröfum þjóðfundarins, en þar
komi fram álit um samband fslands og konungsríkisins, sem
bersýnilega sé gagnstætt stöðu landsins, eins og hún sé að
réttu lagi. „Það hefur einkum verið farið fram á, að ísland
geti krafizt í öllum þeim málefnum, sem snerta það ein-
göngu, ekki aðeins að öðlast réttindi sem sérstakur hluti
ríkisins, eins og gert var ráð fyrir í lagafrv. því, sem lagt
var fyrir fundinn, heldur einnig, að fsland standi jafnsíðis
konungsríkinu, og að það eigi rétt á að fá fulltrúaþing, er
eigi sem mestan þátt sem orðið getur í hinu æðsta stjórnar-
valdi og einkum hafi ótakmarkað vald til að ákveða skatta
og útgjöld; að eiga æðsta dóm eitt sér og að því sé stjórnað af
ráðgjöfum sér, er allir eigi að vera íslendingar og hafa ábyrgð
fyrir hinu íslenzka þjóðþingi; aftur á móti er aðeins tekið
fram, að ísland skuli hafa konung og konungserfðir saman við
Danmörku, en að öðru leyti skuli það vera komið undir sam-
komulagi, hver önnur málefni eigi að vera sameiginleg með
íslandi og Danmörku eða öðrum hlutum ríkisins. En það er
hvort tveggja, að alls engin heimild er fyrir kröfum þessum,
eftir því sem staða íslands er nu, enda mundu þær á hinn
bóginn ekki verða íslandi nema til óhamingju og leiða til
sundrungar hins danska veldis, er vér getum aldrei leyft.“
Því næst segir í svari þessu, að sökum þess að svo megi
virðast sem slíkar rangar hugmyndir um rétta og eðlilega
stöðu landsins séu all-útbreiddar á fslandi, þyki óráðlegt að
svo stöddu að leggja fram og leita álits um lagafrumvarp
um stöðu fslands í fyrirkomulagi ríkisins. Hins vegar skuli
Alþingi halda áfram störfum með þeim takmörkum, sem
því eru sett að lögum, „þangað til sá tími kemur, að oss