Skírnir - 01.01.1951, Side 57
Skirnir
Dagur er upp kominn
55
þyki ráð að ákveða aðrar reglur um stöðu Islands í fyrir-
komulagi ríkisins, sem þó ekki verður, fyrr en leitað hefur
verið álits Alþingis um það, samkvæmt því sem heitið er í
tilskipun 8. marz 1843, 79. gr.“ Loks var boðið, að fram
skyldu fara nýjar kosningar til Alþingis, er koma ætti saman
lögum samkvæmt á næsta ári, 1853.
Athugunarvert er, að með bréfi þessu, er út var gefið á ábyrgð
innanríkisráðherrans, P. G. Bangs, og samið með hans ráði,
var ekki vitnað í bréf konungs frá 23. sept. 1848 um, að frv.
til stjómarlaga skyldi lagt fyrir þjóðfund, heldur vitnað til
Alþingistilskipunarinnar, 79. gr. hennar, þar sem aðeins er
fram tekið, að um hverja breytingu á þeirri tilskipun skuli
leitað álits alþingis. Var þetta drjúgt spor aftur á bak, eins
og alþingi var nú skipað samkvæmt kosningalögum, er svo
vom úr garði ger, að enn, eftir sjö ár, var eitt kjördæmið,
Vestmannaeyjar, þingmannslaust, vegna þess að skilyrði fyr-
ir kosningarrétti voru svo ströng, að enginn eyjarskeggja gat
fullnægt þeim. Slík kosningalög vom raunar algerlega ófull-
nægjandi fyrir venjulegt ráðgefandi þing, hvað þá stjórn-
lagasamkomu.
Sama dag og auglýsing þessi var undirrituð, var staðfest-
ur úrskurður þess efnis, að engum þeirra embættismanna, er
ritað hefði undir ávarpið frá 10. ágúst 1851, skyldi leyft að
taka við kosningu til Alþingis, og skyldi þetta birt öllum al-
menningi, svo að afstýrt yrði gagnslausum kosningum. Svo
mun hafa verið álitið, að bann þetta næði aðeins til manna,
er þegið hefðu embætti að konungsveitingu, og eigi til presta.
Þannig átti Hannes Stephensen sæti á þinginu 1853, eins og
ekkert hefði í skorizt. En eins og nærri má geta, mæltist
kúgun þessi illa fyrir og varð síður en svo til þess að hneigja
menn að stefnu stjórnarinnar.
X.
Hundrað ár em nú liðin, síðan þjóðfundinum var hleypt
upp. Margt hefur síðan á daga drifið. Þjóð vor hefur séð
djörfustu drauma sína rætast. Ögleymanlegir atburðir hafa
gerzt. En ekkert megnar að skyggja á minninguna um hina