Skírnir - 01.01.1951, Side 58
56
Þorkell Jóhannesson
Skirnir
fáliðuðu samkomu í fundarsal lærða skólans 1851 og óhvik-
ula andspyrnu hennar gegn kúgun og ofurefli. Ætla má,
að Trampe greifa og mönnum hans hafi ekki litizt sigur-
strangleg sveitin, sem lagði leið sína um hádegi hinn 9. ágúst
frá dyrum lærða skólans niður skólabrúna. Sviknar vonir,
smánarboð og hótanir hafa stundum komið að haldi, þar
sem röksemdir og fortölur þraut. Hvað lá fyrir þessum
mönnum annað en að viðurkenna villu sína og þiggja það,
sem að þeim var rétt, er í fullt óefni var komið? En menn,
sem stór örlög hafa hrifið á vald sitt, verða hvorki með
hótunum beygðir né með smánarboðum lækkaðir. Þeir Trampe
skildu það ekki, né kom þeim til hugar, að þama fóm menn,
sem bám á herðum sér giftu þjóðar sinnar, frelsi hennar
og sjálfstæði á komandi öld. Sjálfa óraði þá ekki fyrir því,
hversu löng þraut væri fram undan. Þrjár kynslóðir urðu
að þreyta þessa eyðimerkurför, áður lokamarkinu væri náð.
Svo líða tímar fram. Sviðið breytist, og leikurinn tekur
miklum stakkaskiptmn. Hér hefur sagan skipt hlutverkum
af nýju, eins og hennar er oft háttur. Hinir sigruðu em
orðnir sigurvegarar. Jón Sigurðsson, þessi kappsfulli ofur-
hugi, sem þrjózkaðist gegn „staðreyndum“ og vildi ekki láta
sér skiljast, að hann barðist fyrir „vonlausum“ málstað, er fyr-
ir löngu orðinn þjóð sinni tákn alls hins bezta og göfugasta,
sem kynstofninn hefur afrekað á liðnum tíma, og glæsileg-
asta fyrirheit hennar á nýrri öld. En sigurvegarinn frá 1851,
Trampe stiftamtmaður, hefur sætt svo djúpri gleymsku, að
nafn hans, sem sumir kjósendur til þjóðfundarins gáfu rökk-
um sínum, honum til óvirðingar, var í vitund þriðju kynslóð-
ar orðið að hversdagslegu hundsnafni, án allra tengsla við
sögulega athurði eða persónur. Slík er gráglettni örlaganna —
og líkn þeirra um leið.
HöfuSrit:
Páll E. Ólason: Jón Sigurðsson I.—III. bd.
Einar Amórsson: Alþingi og frelsisbaráttan 1845—1874, Rvik 1949.