Skírnir - 01.01.1951, Side 60
58
Jón Helgason
Skírnir
öllum, sem þína gæfu gjörð
girnast, elskaða fósturjörð!
launin verði þeim tjáð og töld:
tír og hamíngja þúsundföld.
Aðrir, sem byggja eigið gagn
yfir þinn brotna lukku vagn,
ráð þeirra, allrar æru tóm,
almaktin láti verða hjóm!
I þetta kvæði hefur verið lagður sá skilningur að Benedikt
Gröndal hafi ort það 1809 til að votta Jörundi hundadaga-
konungi hollustu. Þessa tilgátu hef ég fyrst fundið hjá Poes-
tion (Islandische Dichter der Neuzeit, bls. 285), en síðan
hafa aðrir goldið henni samkvæði, hikandi eða eindregið: Sig-
urður Nordal (Islenzk lestrarbók, l.útg., bls. 101), Helgi P.
Briem (Sjálfstæði íslands 1809, bls. 236) og ef til vill fleiri.
Það er alkunna að Benedikt Gröndal varð til þess að ganga
Jörundi á hönd, og hefur mönnum þótt líklegt að skáldið
hafi flutt höfðingja sinum kvæði að fornum sið.
Það væri líka sannarlega skemmtilegt ef tilkoma Jörundar,
eini atburður sem um langt skeið gerir dálitla tilbreytingu í
dauðans leiðinlegri Islandssögu, hefði orðið til að vekja eitt-
hvert skáld og látið eftir sig minningu í bókmenntunum, þótt
ekki væri nema eitt kvæði. Ég fæ mér ekki til orða hve leitt
mér þykir að verða að sleppa allri trú á þetta.
Kvæðið er flutt úr flokki manna sem eru að krýna sér kon-
ung; þeir gera það viljugir (ótilneyddir) og leggja makt í
hendur honum. Þeir gir'Sa (réttara væri víst gyrða) skör
hans, þ. e. a. s. leggja gjörð kórónunnar um höfuðhár hans,
og velja honum kenninguna krónu (kórónu) bör, líkt og bar-
dagamaður sem her flein eða hjálm er kenndur fleina bör
eða hjálma bör í rímum. Krýningarmenn brýna fyrir höfð-
ingja sínum, hve þunghær kórónan sé og að hann megi ekki
hugsa um sjálfs sín vilja, heldur beri honum skylda til að
beita öllum kröftum þjóðinni til góðs; þá fari illa fyrir hon-
um ef hann misbeiti valdi sínu og hugsi meira um sitt gagn
en landslýðsins.
Allt þetta á næsta illa við Jörund. Hann var ekki kjörinn