Skírnir - 01.01.1951, Page 62
60
Jón Helgason
Skírnir
þvílík krýning hafði tíðkazt áður. Konunginum voru ný-
krýndum fluttar ræður og heillaóskir á latínu.
Eftir að skólinn var kominn til Reykjavíkur hafa piltar
verið að bera sig að hafa þessa hátíð sem fjölbreyttasta og
finna upp á einhverju nýju. Árni Helgason segir að 1798
hafi næstir konungi verið settir ráðherrar, og hafi þeir ámað
konungi heilla á íslenzku, nema utanríkisráðherrann skyldi
gera það á dönsku. „Sigurður gamli Pétursson skapaði allt
þetta og samdi handa okkur þá kómedíu Narfa, er leikin
var undir eins.“
f þessu umhverfi á Herradagur Benedikts Gröndals heima.
Það er heillaóskakvæði handa skólapiltum, ort til að flytja
nýkrýndum skólakonungi. Það má gera sér í hugarlund að
þegar piltar vom að undirbúa hátíðir sínar hafi þeir leitað
liðsinnis hjá þeim fáu mönnum í Reykjavík eða þar í grennd
sem einhvers mátti af vænta. Þá hafa skáldin verið þeim
innan handar, ekki aðeins Sigurður Pétursson, heldur einnig
Benedikt Gröndal.
Löngu eftir að mér var ljóst að þetta hlyti að vera eins og
nú hefur verið sagt, hefur Jakoh Benediktsson athugað fyrir
mig handrit Gröndalskvæða í Reykjavík, ef vera mætti að
þar væri einhverja frekari vitneskju að finna. Það hefur
komið í ljós að Finnur prófessor Magnússon hefur gert við
Herradaginn þessa athugasemd (hún er í JS 314, 4to í kveri
merktu „1838 og 1839“ og í Lbs. 1754, 4to): „Um herra-
daginn í skóla, þá konúngur var kosinn árlángt &c.?“. Spum-
ingarmerkið hendir til að þetta sé ágizkun fremur en vissa,
og hnígur hún þá að hinu sama sem hér er haldið fram.
Finnur var ekki kunnugur í Reykjavik þau ár sem herranótt
var haldin þar, en hinsvegar átti hann þar heima meðan
Jörundur sat að ríki sínu, svo að allar líkur eru til að hann
hefði kunnað ömgg deili á tildrögum kvæðisins ef það væri
kveðið rnn Jömnd. Annað atriði sem kom fram við athugun
handritanna, er að ekki er víst að fyrirsögnin Herradagurinn
hafi fylgt kvæðinu frá öndverðu. 1 handritinu Lbs. 309, 8vo,
sem er safn Sveinbjamar Egilssonar til undirbúnings kvæða-
útgáfunni, hefur fyrirsögn fyrst verið „Krýningin“, en Svein-