Skírnir - 01.01.1951, Síða 63
Skírnir Athugasemdir um fjögur islenzk kvæði 61
bjöm hefur dregið í hana og sett „Herradagurinn“ uppi
yfir.
Sé það rétt sem nú hefur verið reynt að leiða að rök, að
Herradagurinn sé ortur til flutnings í latínuskólanum, getur
ekki orðið lengra tímabil en fimm ár um að ræða. Kvæðið
getur þá fyrst verið ort haustið 1793 þegar Benedikt Gröndal
var nýsetztur að á Lambastöðum á Seltjamamesi, en síðast
haustið 1798, því að eftir það mun engin herranótt hafa ver-
ið haldin. Mér kæmi ekki á óvart þó að 1797 væri rétta árið,
og skal nú vikið að því sem til þess gæti bent.
Skoðanir manna á konungsvaldi, yfirgripi þess og takmörk-
um, hafa verið undirorpnar miklum breytingum eftir öldum
og löndum. Stundum hefur verið litið svo á, að konungur sé
öldungis óháður vilja þegna sinna og megi aðhafast hvað sem
honum líkar án þess að spyrja þá; stundum hefur verið talið
að æðsta vald í ríki sé hjá þjóðinni sjálfri og konungi beri
að haga sér eftir óskum hennar. Síðari skoðunin hefur jafnan
mátt sín mikils á Englandi; hin fyrri var um eitt skeið, eink-
um á 17. öld, máttug á meginlandi Evrópu.
Um danska ríkið er það að segja, að eftir að einveldi komst
þar á (1660) var vald Danakonungs meira en nokkurs þjóð-
höfðingja annars í allri kristninni; hann var hafinn yfir öll
mannleg lög og hafði engan yfir sér nema guð einn. Aðeins
eitt mátti hann ekki, og það var að ganga af lúterstrú. Þessi
skipan stóð þangað til 1849. En hætt er við, einkum þegar
liða tók á 18. öld, að trúin á réttmæti slíks konungsvalds hafi
verið tekin að feyskjast í hugskoti sumra manna. Rousseau,
eitt helzta átrúnaðargoð aldarinnar, hafði haldið því fram að
æðsta vald væri að réttu lagi hjá þjóðinni, og franska stjóm-
arbyltingin, þegar Frakkar dæmdu konung sinn og tóku af
lífi, hlaut að ýta heldur en ekki við mönnum víðsvegar um
álfuna. Meðal Dana tóku að heyrast raddir að það væri
ekki annað en gömul hindurvitni að konungsvaldið væri
stofnað af guði, heldur ættu konungar vald sitt undir þjóð-
inni og væm henni skuldbundnir; ef þeir stæðu ekki við
skuldbindingar sínar, væri réttmætt að víkja þeim lír sessi
(Rönning, Rationalismens Tidsalder III, 1, bls. 385).