Skírnir - 01.01.1951, Page 64
62
Jón Helgason
Skírnir
Allt kvæðið Herradagurinn hallast á þessa sveif. Vald þess
konungs sem þar er krýndur, er þannig tilkomið að þegnam-
ir leggja honum það í hendur; konungur er varaður við að
vanbrúka það; hann má ekki þjóna sínum vilja, heldur ber
honum að hafa gagn þjóðarinnar fyrir augum; það getur
meira að segja farið svo, að „grundvellir þessa tróns“ skjálfi.
Jafnvel þó að gert væri ráð fyrir að kvæðið væri varðveitt
án vitneskju um höfund og aldur, mundi það bera með sér
að franska byltingin er nýlega um garð gengin.
Það má nærri geta að íhaldssömum og konunghollum emb-
ættismönnum hafi ekki verið svona kenningar að skapi. Ámi
Helgason lætur þess getið að herranóttin, og þá vafalaust
einkum konungskjörið, hafi orðið mönnum til ásteytingar.
„Það hneykslaði, að svona var að farið, vissa menn, héldu
hér stæði til revólúsjón eins og þá var á ferð í París“. Af
hréfi prentuðu í Safni til sögu Islands IV 78 má ráða að
orðin „vissir menn“ eigi einkum eða eingöngu við Ölaf stift-
amtmann Stefánsson og að hann hafi sent Geir biskupi Vída-
lín bréf um þetta mál haustið 1799. 1 því tilefni hefur biskup
fengið léð og lesið forsögn að því sem fram fór í skólanum
1797, og kveðst segja það satt að hann hafi þar ekkert orð
fundið „sigtandi til að lasta monarchiska Regiering eður til
að uppvekja óleyfileg Friheds Principia“. Samt kveðst biskup
hafa bannað skólapiltum að halda nýja herranótt, „þar eg
vildi að þeirra jafnvel saklausa gaman ekki gæti verið nokkr-
um til hneykslis“.
Hvað kom til að á haustinu 1799 var farið að skipta sér
einkanlega af þeirri herranótt sem haldin hafði verið í hittið-
fyrra? Stiftamtmaður hlýtur að hafa komizt á snoðir um eitt-
hvað sérstakt sem þar hefur farið fram og honum hefur þótt
venju fremur ískyggilegt. Og ef svo var, mundi þá ekki ein-
mitt líklegt að það hafi verið kvæði Gröndals? Árið 1799 var
stofnun landsyfirréttar og skipun dómenda í hann á döfinni,
og talið er að Magnús Stephensen hafi reynt að koma í veg
fyrir að Benedikt Gröndal fengi þar sæti (sbr. ævisögu Bene-
dikts í Skírni 1925). Einhverntíma mun Magnús hafa brall-
að annað eins og það að snuðra upp tveggja ára gamalt mál