Skírnir - 01.01.1951, Page 71
Skirnir
Athugascmdir um fjögur íslenzk kvæði
67
vel orðmyndum. 1 kvæðinu hér að framan eru ekki aðeins
rithættir eins og oc, þat fyrir og, þáS, heldur einnig orð-
myndir sem era (er ekki), mác (má eg) og förumk (förum;
líklega tilbúið af misskilningi fomra orðmynda eins og hræS-
umk = eg hræðist). Orðið eldgálpn (óvættur er spýr eldi)
er gert í líkingu við finngálpn eða finngálkn. Vísuorðið at
þú mér fyrr úr heimi hallist (þ. e. deyir á undan mér) er
sniðið eftir Sólarljóðum: mjög var eg þá úr heimi hallur, og
í sérstöku vísunni mun einnig mega heyra óm úr sama kvæði:
Sól eg sá, ... . henni eg laut hinzta sinni.
3. Draumur hjarðsveinsins
eftir Steingrím Thorsteinsson.
Draumur hjarðsveinsins, „I birkilaut hvíldi ég bakkanum
á“, eftir Steingrím Thorsteinsson er kvæði sem varla mun
haft í sérstökum hávegum meðal bókmenntasælkera, en hef-
ur lengi verið meira sungið en flest íslenzk ljóð önnur. Kvæð-
ið segir, eins og kunnugt er, frá pilti sem sofnar í birkilaut
við læk og dreymir að hann hvíli höfuðið í hnjám stúlku;
hún fléttar honum blómsveiga og lýtur ofan að honum eins
og til að kyssa hann, en rétt í þeim svifum flýgur þröstur
hjá og vekur hann. Skáldskapur í þessum anda er sprottinn
af fornum rótum; þeir sem gefnir eru fyrir lærdómsheiti
mundu kalla hann búkólskan eða ídylskan eða pastóralan.
Skáldið — oftast maður sem er, eða læzt vera, þreyttur orð-
inn á ærustu og óhollustu borgarlífsins — sökkvir sér ofan
í drauma um sælu sveitanna, þar sem hjarðmenn reiki sak-
lausir og ástfangnir og hjartahreinir í veðurblíðu á unaðs-
legum árbökkum.
Um aldur kvæðisins verður ekki annað sagt að svo stöddu
en að það var prentað 1881 í Ljóðmælum Steingríms (bls.
75—76). Hins vegar má telja víst að það sé kveðið eftir
1860; annars hefði Steingrímur birt það ásamt öðrum kvæð-
um sínum í Svövu.
Eftir norska myndhöggvarann Brynjólf Bergslien (1830