Skírnir - 01.01.1951, Page 73
Skírnir
Athugasemdir um fjögur íslenzk kvæði
69
Það má telja víst að þeir Steingrímur og Bergslien hafi ver-
ið kunnugir, þó að beinar heimildir um það hafi ekki fund-
izt nema ef telja skyldi vísurnar. Það er óhugsandi að er-
lendur listamaður hafi verið til lengdar samvistum við helztu
fslendinga i Kaupmannhöfn án þess að kynnast þeim mann-
inum í hópnum sem einna helzt lagði stund á fagrar listir.
En hafi þeir kynnzt, væri ennþá ólíklegra að gera ráð fyrir
að báðir hafi verið að fást við svo langsótt efni sem hjarð-
svein kysstan í svefni, hvor í sinni íþrótt, án þess að vitast til.
Ekki er líklegt að Bergshen hafi verið vel að sér í íslenzku,
sízt svo að hann læsi kvæði sér að gagni. Það væri að órann-
sökuðu máli sennilegra að Steingrímur hefði séð líkneskju
Bergsliens og látið innhlásast af henni. En á þessari ætlun
er einn mikill agnúi: líkneskjan er miklu yngri en kvæðið,
gerð 1898, síðasta árið sem Bergslien lifði, enda hrökk honum
ekki aldur til að reka á hana smiðshöggið (sjá Norsk kunst-
historie II, 1927, bls. 306). Þá er tvennt til. Annaðhvort
hefur Bergslien gert einhver drög að myndinni löngu áður
og Steingrímur séð þau hjá honum. Ellegar kvæðið er, þrátt
fyrir allt, eldra en myndin, og Bergslien hefur fengið hug-
myndina úr því. Hafi Bergslien ekki skilið kvæðið af eigin
ramleik, má alténd láta sér til hugar koma að einhverjir
kunningjar hans meðal fslendinga hafi hlaupið undir bagga
og skýrt það fyrir honum. Ekki hafa þeir einlægt setið þegj-
andi í kjallaranum Kobba.
4. Jón Arason á aftökustaðnum
eftir Matthías Jochumsson.
Þeir menn sem ritað hafa um skáldskap Matthíasar Joch-
umssonar munu flestir hafa staðnæmzt sérstaklega við þau
kvæði þar sem hann minnist mikilmenna úr íslandssögunni
á banastundu þeirra, og eru þá tilnefnd fjögur: Jón Arason
á aftökustaðnum, Hallgrímur Pétursson, Guðhrandur Hóla-