Skírnir - 01.01.1951, Page 74
70
Jón Helgason
Skímir
biskup og Eggert Ólafsson. Þessi kvæði standa saman í ljóð-
mælum Matthíasar er þeim var fyrst safnað í bók (1884).
Mér er ekki kunnugt um að því hafi verið veitt eftirtekt
til þessa, að kvæðið um Jón Arason er að því leyti frábrugð-
ið hinum, að það er ekki nema að hálfu leyti frumkveðið,
heldur hefur skáldið þar tekið kvæði annars manns og ort upp.
Árið 1867 var prentaður í Björgvin sorgarleikur um Jón
Arason eftir ungt skáld norskt, Kristófer Janson (1841—
1917). Leikur þessi er í fimm þáttum, saminn á nýnorsku
og mestallur í bundnu máli (blank verse). Lokaþátturinn
endar á því, að Jón Arason er sóttur til aftöku, og áður en
hann er leiddur út, kveður hann kvæði.
Matthíasi hafði ungum flogið í hug að semja leik um Jón
Arason og drepur á þá hugmynd í bréfi 1862 (Bréf, bls. 9);
en þar við sat þangað til löngu siðar (leikrit Matthiasar,
Jón Arason, var prentað 1900). Vorið 1869 hefur hann kom-
izt yfir leik Kristófers Jansonar og senrdlega lesið með sér-
stakri athygli af því að honum hafði sjálfum verið yrkis-
efnið hugleikið. Honum féll leikurinn heldur illa, „vegna
vanþekkingar hans (þ. e. höfundar) á landslagi og sögu Jóns
yfir höfuð“ (Bréf, bls. 156). Munu víst flestir geta fallizt
á þann dóm, enda hefur Kristófer Janson aldrei verið talinn
með höfuðskáldum. En hvað sem Matthíasi hefur virzt um
leikinn í heild, hefur honum ekki þótt niðurlagskvæðið lak-
ara en svo, að hann hefur notað bjórana úr því í kvæði sitt
um Jón Arason, og það svo vandlega að framan af kvæðinu
má heita að erindi fylgi erindi.
Kvæði Matthíasar var fyrst birt í Suðra 3. nóv. 1883 og
nefnist þar „Jón Arason við höggstokkinn“. Árið eftir var
það prentað í Ljóðmælum Matthíasar (bls. 79—81) og þá
gerðar á því fáeinar orðabreytingar, fyrirsögninni líka vik-
ið við.
Hér fara á eftir bæði kvæðin prentuð samhliða, hið norska
og hið íslenzka. Texti íslenzka kvæðisins er tekinn eftir Suðra.