Skírnir - 01.01.1951, Page 77
Skirnir
Athugasemdir um fjögur íslenzk kvæði
73
1 fjórða erindi verður munurinn meiri. Kristófer Janson
lætur Jón Arason tala eins og einhverskonar víking er hæli
hryðjuverkum sínum: hann hefur skilið eftir hrennda bæi,
vegna menn og æpandi konur. Matthías er betur að sér í
söguheimildum og fylgir þeim: Jón biskup herst fyrir trú og
frelsi fósturjarðarinnar og vill taka völd (stýra lögum).
Kristófer Janson talar um rauðan hana er galað hafi (þ. e.
eldinn), en hjá Matthíasi verður sá fogl „styrjar hani“, eitt-
hvað í ætt við Gullinkamba í Yöluspá, sem kveður við þegar
bardagar eru í vændum. Orðið „hani“ teygir til sín shtur úr
vísu eignaðri Jóni biskupi sjálfum: „við Dani var hann djarf-
ur og hraustur, dreifði hann þeim á flæðar flaustur“ (þannig
hefur Matthías sjálfur þessa vísu, sjá leik hans um Jón Ara-
son, bls. 132; annars er hún víða höfð: „við danska var
hann“ . .. ).
Fimmta vísan er áþekk í báðum kvæðum. Þar sem nefnd-
ir eru „bleike Vangar“ í norska kvæðinu skilst mér að það
sé dregið af vangi (kinn, á norsku vange), en ekki af vangur
(grund, á norsku vang). Hjá Matthíasi verða úr því „vell-
ir“, eins og hann hefði lagt í orðið síðarnefnda skilninginn.
Upp úr þessu má heita að leiðir skilji til fullnustu, og kem-
ur enn fram að Matthías er sterkari miklu í sagnfræðinni.
Sjötta erindi hjá honum styðst við gamlar heimildir (Bisk-
upa sögur II 324 o. v.) sem herma að Jóni biskupi hafi ver-
ið boðið líf en hann ekki viljað þiggja: „fyrst synir sínir
hefði verið með sér og farið, þá vildi hann fara með þeim“.
1 næstu vísum grillir enn í atriði úr norska kvæðinu: „fraa
mitt Blod dat varme skal ei Kjelda springa“ verður „Herra,
láttu spretta upp af okkar blóði allt ið sanna og rétta“, og
er nú farið að slá út í fyrir séra Matthíasi, kvæðið að verða
að orðaglamri. Hugsunin er fastari í norska kvæðinu: af blóði
biskups munu spretta upp sögur og kvæði sem skulu auka
íslendingum kjark og dug, frelsisfuglinn mun rísa eins og
fönix úr öskunni. I lokavísunni réttir Matthías sig aftur sæmi-
lega við. Hann lætur biskup senda dætrum sínum kveðju,
og lýkur þar með skiptum hans við þenna heim. Næst snýr
hann sér að böðlinum með orðunum „Nú skal breyskan bisk-