Skírnir - 01.01.1951, Page 78
74
Jón Helgason
Skímir
up blóðið endurskíra“ (líflát píslarvotta er stundum kallað
blóðskím). Honum gefur sýn inn í annan heim, ekki eins og
í norska kvæðinu þannig að hann sjái dyr himnaríkis opn-
ar, heldur er heilagur Tómas kominn að hlið homun til að
styrkja hann. Sankti Tómas hafði á sinni tíð verið höggvinn
til bana. En síðan klykkir biskup út með andlátsorðum Krists,
eins og heimildir segja að hann hafi gert í raun og vem
þegar hann lagðist á höggstokkinn.
Bragarhátt kvæðisins hefur Kristófer Janson að líkindum
sótt í Hermennina á Hálogalandi eftir Ibsen; þar er Ömólfi
skáldi lagt í munn kvæði með sömu hrynjandi og hendinga-
skipim:
Sind, som Sorgen stinger,
savner Brages Glæde,
sorgfuld Skald saa saare
kvides ved at kvæde.
(Tilvísun eftir 1. útg.)
Þó er sá munur á, að hjá Ibsen er hvert erindi ekki nema
fjögur vísuorð. En hver sem saga háttarins er, þá er víst að
það átti fyrir honum að liggja að fá veglegan sess í íslenzkri
ljóðagerð, því að til hans greip séra Matthías þegar hann orti
„Guð, minn guð, ég hrópa“ (1905).
Einhverjum kann sennilega að þykja óviðfeldið að sjá séra
Matthías fara svo nálægt kvæði annars manns, án þess að
láta þess getið hverskyns sé. En að vísu var hér úr vöndu
að ráða. Hefði skáldið kallað kvæðið þýtt, hefði ennþá frem-
ur mátt saka hann um að halla réttu máli, svo mjög sem
hann tekur sjálfur taumana í sínar hendur þegar fram i
sækir.
Sá sem grannskoðar kvæðasafn Matthíasar mun eflaust
finna fleiri dæmi áþekk. T. d. er áramótakvæðið „Hringið
þér klukkur hvellt og ótt“ auðsjáanlega stælt eftir nafnkunnu
kvæði eftir Tennyson („Ring out, wild bells, to the wild sky“
í In Memoriam), og fjallakvæðið „Þið standið rótt á rótun-
um“ er bergmál af kvæði eftir Ivar Aasen, „Dei gamle Fjell
i Syningom“. Þegar skáldhraðinn var kominn á séra Matt-
hías, hefur sú markalína sem greinir þýtt frá frumkveðnu