Skírnir - 01.01.1951, Page 81
Skímir
Ferðaþættir frá Hjaltlandi og Orkneyjum
77
tveir menn, Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og ég, en þeg-
ar til kom, gat Kristján ekki farið sökum alveg nauðsynlegra
starfa. Ekki var ég þó alveg einn míns liðs, því að annar
Islendingur var þarna með, Jón Helgason prófessor frá Kaup-
mannahöfn. Annars var kostað kapps um að fá fulltrúa frá
hinum fornu víkingalöndum, og voru hér komnir fræðimenn
frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum. Þarna hitti ég marga
gamla kunningja, svo sem Færeyinginn dr. Christian Matras
frá Kaupmannahöfn, Dag Strömback prófessor frá Uppsölum,
prófessor Haakon Shetelig og Haakon Hamre frá Björgvin,
og eru allir þessir menn kunnir hér á landi. Margir voru
fleiri frá Norðurlöndum, en það þýðir ekki að þylja nöfnin
tóm. Aðeins tveir Englendingar voru þarna, annar þeirra
var gamall kunningi, G. Turville-Petre frá Oxford. Þarna
var líka vinur okkar, próf. Delargy, kominn utan úr Dyflinni.
En frá Bretlandseyjum voru annars nærri eingöngu Skotar,
og engan þeirra hafði ég hitt áður, en fékk nú tækifæri til
að kynnast þeim.
Við siglum nú áfram. Á hægri hönd er Hjaltland eða
meginland Hjaltlandseyjanna. Á stjómhorða framundan er
ey, og sýnilega fömm við inn í sund. Við Jón tökum upp
kortin, Bressay stendur þama, það er Brúsey. Höfði gengur
þama fremst til suðurs, hann heitir Bard Head, þ. e. Barð.
Fram hjá honum, nokkm lengra undan, getur að líta í
fjarska hin snotmstu sjávarbjörg, þau em upp undir 200
metra á hæð. The Noup of Noss stendur á kortinu, það er
Hnossnúpur — Hnoss heitir eyin.
Meginlandið teygir sig, unz það hverfur sjónum í gráum
þokuskýjum. Það er býsna langt, nærri 90 kílómetra, segir kort-
ið, en víðast örmjótt; þó gengur nokkuð stórt nes vestur úr þvi,
eins og sverðshjalt. Það er mjög vogskorið og umhverfis það
allt einar smáeyjar. Norðan við það em þrjár stærri eyjar,
Yell, Fetlar og Unst. Nöfnin á þessum þremur eyjum em
forneskjuleg. Alveg er óvíst um nafnið Fetlar; Yell er í
fornum heimildum Jali, hvað sem það þýðir nú. Unst er
í fornum heimildum nefnt ömst, og kom Jón Helgason fram
með þá skýringu, að það mundi skylt hinu norska eyjar-