Skírnir - 01.01.1951, Síða 84
80
Einar 01. Sveinsson
Skírnir
lendinga, einkum fyrr á tímum. Var þar margt, sem ég kann-
aðist við. Ég staðnæmdist við einn hlutinn og spurði: Hvað
kallið þið þetta? Clibber, var svarið, og það var líka ein-
hvers konar klyfberi.
Það, sem annars setti svip sinn á mótið, var þátttaka Hjalt-
lendinga sjálfra og áhugi þeirra á því. Enginn fyrirlestur var
svo haldinn, að ekki væru allmargir þeirra viðstaddir og
hlýddu á; þeir tóku og þátt í ferðalögum okkar. Bærinn Leir-
vík greiddi á margan hátt götu okkar og sýndi okkur gest-
risni, og á ferðalögum var okkur vel tekið, bæði af opinher-
um aðiljum og einstaklingum. Ýmislegt höfðu og Hjaltlend-
ingar okkur til skemmtunar. Þannig var einu sinni framsaga
á hjaltlenzkum kveðskap frá vorum dögum; var hann á mál-
lýzku eyjarskeggja; forgöngu í því höfðu bræðurnir Laurence
og John Graham, sem standa að tímaritinu The New Shet-
lander. Eins konar þjóðfræðafélag, Shetland Folk Society,
hélt hljómleika fyrir okkur, og voru þar sungnar m. a. gaml-
ar vísur, sumar á hálfnorrænu blendingsmáli; allra minnis-
stæðastur frá því kvöldi mun þó flestum vera sverðdans frá
Papa Stour; var þá sem maður væri kominn aftur í mið-
aldir. Eitt kvöldið var sýnt leikritið Geirhilda eftir D. H.
Sandison, kennara frá Nesting; efnið var úr Landnámu, af
Hrafna-Flóka og Geirhildi dóttur hans, sem drukknaði í
Geirhildarvatni. Misjafnt var þetta að list, eins og von er
til, en framsaga kvæðanna og sumt í söngmun hreif marga
af gestunum, og sverðdansinn var fágæt skemmtun. Samhliða
þessu buðu ýmsir heimamenn hinum útlendu gestum til sín;
t. d. bauð öldruð kona, Miss Kate Tulloch, Turville-Petre og
mér til sín; hún hafði komung séð Guðbrand Vigfússon á
efstu árum hans (hann dó 1889), er hann var á ferð á Hjalt-
landi og var með frænda hennar, Arthur Laurenson, svo sem
hálfan mánuð; hún mundi, hve hann hafði hlegið hjartanlega.
í annað sinn var mér boðið til borgarstjórans í Leirvík, og
enn eitt kvöld til bónda eins skammt frá Tingwall. Alstaðar
var okkur tekið með látlausri og hjartanlegri gestrisni. Fólkið
var sérlega geðfellt, gætt eftirtakanlegum þokka og náttúrlegri
háttprýði. Meiri hluti fólks er í útliti líkur Norðmönnum eða