Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 87
Skímir
Ferðaþættir frá Hjaltlandi og Orkneyjum
81
Islendingum, hávaxið, bláeygt og ljóshært eða jarphært; en
innan um er miklu dekkra fólk, kolsvart á hár og brúneygt,
ekki hávaxið, grannlegt, af svo nefndu Miðjarðarhafskyni,
svipað og víða má sjá á Skotlandi og írlandi. Hjaltlendingar
eru um 20 þúsund, en voru þó áður komnir upp í 30 þúsund.
Þeir lifa á landbúnaði og sjávarútvegi; þeir hafa mikið af
sauðfé, og gengur það úti vetur og sumar; prjónles er mikil
útflutningsvara og margt af því ljómandi fallegt, en heldur
er það dýrt, því að ferðamenn kaupa mikið af slíku. Báta-
útvegur er nokkur, en togarafiski halda útgerðarmenn í Aber-
deen í sínum höndum. Á sumrin er stundum töluverð síld-
veiði.
III.
Eitt hið fyrsta, sem nefnt var í sambandi við mótið, þegar
til Hjaltlands var komið, var veðrið, alveg eins og hér heima.
Við móttum heita fremur veðurheppnir, en þó sluppum við
eldvi alveg við úthafsregnið. Einn sunnudag, þegar við átt-
um að fara í einn leiðangurinn, var svo hressileg rigning,
að hún jafnaðist, held ég, á við landsynningsrigningu hér,
þegar hún er sem mest. Aldrei hef ég verið á móti, þar sem
jafn-mikið var breytt frá hinni upphaflegu dagskrá, en með
því tókst fimleiksmönnunum, Dr. Simpson og Mr. Davis, að
sigla svo vel milli skerjanna, að við gátum farið flest ferða-
lög, sem til var ætlazt, í sæmilegu veðri.
Einni ferð sleppti ég alveg, sem tók nærri heilan dag, til
Eshaness, þ. e. Esjuness, nærri nyrzt á meginlandinu, en ég
var þá að útbúa fyrirlestur, sem ég hélt á mótinu. Af öðr-
um smáferðum, sem við fórum, skal ég hér aðeins nefna þrjár,
en þær voru fleiri, til Jarlshofs, Tingwall og Mousa.
Til Jarlshofs fórum við 8. júlí. Það var dimmviðri, skúra-
veður á leiðinni þangað og fastarigning á heimleiðinni. Samt
höfðum við full not af ferðinni. Jarlshof er rétt hjá suður-
odda meginlandsins, og við fórum sem leið lá suður eftir;
vegir eru ágætir, og er aðalvegurinn, sem við fórum, austan
megin við hæðahrygginn, sem liggur eftir endilöngu megin-
landinu. I lágum daldrögum er byggðin dreifð nærri alla
6