Skírnir - 01.01.1951, Síða 88
82
Einar Öl. Sveinsson
Skímir
leiðina, og mikið af henni fyrir neðan okkur á vinstri hönd
með ströndinni. Alstaðar er þokkalegt og hæimir myndar-
legir. Við Jón Helgason tókum upp kortin, og þá gat nú
á að líta. Sýnilegt er á öllu, að nærri því hvert nafn er nor-
rænt. Þama er Voe of Sound: Sundvágr; þama Gulberwick:
Gullberuvík, sem kemur fyrir í sögum; þama er kirkja, sem
heitir Sand; þarna heitir Setter, þama kemur Quarff, þarna
Fladdabister: Flatabólstabur; þama Aithsetter og Aith, og
svona gæti ég haldið áfram að telja upp. Mörg nafnanna
hafa afbakazt í munni manna; hvem mundi gmna, að Dun-
rossness, svo meiningarlaust og kjánalegt, geymi hið for-
kunnar fagra nafn Dunrastarnes. En auk hreytingar á fram-
hurði kemur hér annað til. Nöfnin em skrifuð með afkára-
legri réttritun, svo að aldrei er unnt að gizka á framburð-
inn. Sögðu Hjaltlendingar, að það ylli nokkru, að mörg nöfn-
in hefðu í fyrstu verið skráð af ókunnugum mælingamönn-
um, sem rituðu nöfnin eftir því, sem andinn inngaf þeim,
samkvæmt reikulli skozkri réttritun. Miklu af hjaltlenzkum
ömefnum hefur Jakob Jakobsen, færeyskur fræðimaður í
upphafi þessarar aldar, safnað og skýrt, en þar er þó mikið
verk enn óunnið.
Leiðin frá Leirvík til Jarlshofs er svo sem austur á Þing-
völl eða tæplega það. Staðurinn hét forðum Sumhurgh
(Sunnhorg), en Jarlshofsnafnið, skrifað alveg á íslenzku (með
j-i), er úr skáldsögu eftir Walter Scott, The Pirate. Á þess-
um stað em rústir af aðalssetri lávarðarins í Sunnborg frá
fyrra hluta 17. aldar, og gnæfa þær rústir yfir öðmm miklu
eldri mannvistarleifum, sem grafnar hafa verið út að all-
miklu leyti. Ég er ekki fornfræðingur, en mér skilst, að gröft-
urinn hafi verið gerður af mikilli kunnáttu. Svo er til ætl-
azt, að allir lausir munir séu teknir burt, en allt, sem heyr-
ir til bygginganna, sé látið óhreyft, og að greftinum loknum
er frá öllu gengið á þann hátt, að aðkomumaður megi fá
sem gleggsta hugmynd um þessi fornu hús og leifamar séu
varðar fyrir veðmn og skemmdum. Rústir þær, sem eldri
em en aðalssetrið frá 17. öld, skiptast í þrjá flokka algerlega
aðgreinda. Syðst em ævafomar rústir af húsum, sem að utan