Skírnir - 01.01.1951, Page 89
Skimir
Ferðaþættir frá Hjaltlandi og Orkneyjum
83
að sjá eru kringlótt og hafa án efa haft samandregin þök
eins og fjárborgir, en að innan vanalega með alls konar hálf-
hringmynduðum skotum og klefum. Sumstaðar má greina,
að eitt húsið er að meira eða minna leyti hlaðið ofan á ann-
að, og er eflaust, að hér hefur ein kynslóðin lifað eftir
aðra framan úr grárri fomeskju öld eftir öld. Elztu leifar
benda á nýsteinöld, en allt hið yngra er frá bronzöld. Hér
má sjá leifar af pottasmíði, kvarnir og leirmót til að steypa
sverð og öxar. Segir þetta allt nokkuð frá menningarstigi þessa
fólks. Án efa hafa þetta verið fmmbyggjar eyjanna, hverjir
sem það hafa nú verið.
Glöggt aðgreindar frá þessu em miklu yngri og miklu stór-
felldari húsarústir, vafalaust frá jámöld. Þar em fyrst og
fremst svo nefnd hjólhús; kringlótt, eins og hin fyrri, en klef-
arnir inni í húsunum eru hér homóttir með beinum milli-
gerðum, svo að flatarmynd slíks húss minnir á hjól. Þetta eru
töluvert mikil hús. Við hlið þeirra em leifar (helmingur) af
virki af þeirri tegund, sem kallað er broch, og minnist ég á
það síðar. Allt er þetta hlaðið úr grjóti, af mikilli kunnáttu
og vandvirkni, og em þetta töluvert tilþrifamiklar hyggingar.
Alveg ólíkur þessu er gmnnflötur nokkurra húsa, austan
megin á hólnum, sem hlaðizt hefur upp af þessum rústum. Það
em löng, ferhymd hús, með langeldum á miðju gólfi. Ekki
er lokið uppgrefti allra þessara húsa, en enginn efi er á, hvers
konar fólk hefur byggt þau, það em Norðurlandabúar. Lík-
legt þykir, að þessar rústir séu frá lokinn víkingaaldar eða
enn yngri. Einkennilegt er, hve friðsamleg þessi hús virðast
vera við hlið hinna hermannlegu húsa tímans á undan og
eftir, broch-virkisins og aðalssetursins. Það er eins og rúst-
irnar séu að gera gabh að hugmyndum manna um hina villtu
víkinga.
Nú er farið að rigna, og við yfirgefum skála víkinganna,
fyrr en við vildum, og höldum heim. Á leiðinni höfum við
fengið nóg tilefni til hugleiðinga. Saga eyjabúanna flýgur
fram hjá hugarsjónum okkar. Á ævafornum tímum byggði hér
fólk, við vitum ekki hvernig það var eða hvaða tungu það tal-
aði. Þegar Tacitus talar um Thule, má það vera Hjaltland,