Skírnir - 01.01.1951, Side 90
84
Einar Öl. Sveinsson
Skirnir
þó að handvíst sé það ekki. Annars eru eyjarnar í elztu írsku
heimildxnn kallaðar Innsi Catt, Katteyjar, ef til vill af því, að
íbúamir hafi haft köttinn fyrir „tótem“ eða fylgju og átrúnað-
argoð. Á dögum Tacitusar og þar eftir hefur á Hjaltlandi verið
þjóðflokkur sá, sem nefndur var Piktar, hvaða fólk sem það
hefur nú verið. Krossar og fleiri leifar írskra einsetumanna
hafa fundizt hér á eyjunum, og fjölmörg ömefni sýna til-
vist papa (Papey, Papýli o. s. frv.). Öhugsandi virðist annað
en Norðmenn hafi mjög snemma vitað af eyjunum, en ekki
votta fomleifar tilvist þeirra hér fyrr en á 9. öld. Hversu
skipti þeirra vom við frumbyggjana, er ekkert vitað um, en
á skammri stund hafa eyjamar orðið alnorrænar að máli og
menningu. Hér var þá nærri hvert ömefni norrænt, Gula-
þingslög giltu hér, og Islendingur og Hjaltlendingur gátu skilið
hvor annan fyrirhafnarlaust allt fram að siðaskiptum. En árið
1468 kvæntist Jakob III. Skotakonungur Margréti, dóttur
Kristjáns I., konungs af Noregi og Danmörk, og fékk hann
tengdasyni sínum Orkneyjar og Hjaltland að veði fyrir heim-
anfylgju konungsdóttur. Heimanfylgjan var ekki greidd, og
bæði Orkneyjar og Hjaltland vom afhent skozku krúnunni.
Þannig komst Hjaltland á vald Skota.
IV.
Næsta kvöld, sunnudaginn 9. júlí, skoðuðum við aðra sögu-
staði, frá tímanum eftir komu Norðmanna til eyjanna; við
fómm til Scalloway eða Skálavogs og Tingwall, Þingvallar.
Veður var kalt, stormsveljandi á landnorðan. Skálavogur er
kauptún, sem gengur næst Leirvík að stærð. Uppmna sinn á
kauptúnið að rekja til þess, að þar var aðsetursstaður hinna
skozku aðalsmanna, sem settir vom yfir eyjamar, þeirra Ro-
berts og Patricks Stewarts. (Þess má geta um leið, að uppgang-
ur Leirvikur er að þakka hollenzkum síldveiðum á 17. öld.)
I Skálavogi skoðuðum við fyrst kastalarústir Stewartanna
undir leiðsögu Dr. Simpsons. Kastali þessi var reistur árið
1600 og hefur verið geysimikið hús og rammgert. Er það sýni-
legt tákn upphafs hins skozka valds á eyjunum. Meðan eyj-
arnar lutu Noregskonungi, ríkti þar óðalsskipulag Gulaþings-