Skírnir - 01.01.1951, Síða 91
Skímir
Ferðaþættir frá Hjaltlandi og Orkneyjum
85
laga; tiltölulega frjálsir bændur héldu þing sín á Þingvelli
undir forsæti lögmanns síns. Árið 1581 var Robert Stewart,
hálfbróðir Mariu drottningar, gerður að jarli yfir Orkneyjum
og Hjaltlandi, og hann og sonur hans, sem var eftirmaður
hans, komu með harðri hendi á skozku aðalsveldi og aðals-
skipulagi. Ber öllum heimildum saman um harðneskju þeirra
og grimmd. Leiguliða settu þeir í þrælavinnu í kastalasmíð-
inni. En Patrekur jarl fór of ógætilega, svo að menn fengu
sakir á hendur honum, og var hann settur af. Þegar sonur
hans reyndi að ná völdum aftur með ofbeldi, voru þeir feðgar
fangaðir og teknir af lífi 1615. En skipulag það, sem þeir höfðu
verið fulltrúar fyrir, festi jafnt og þétt rætur.
Annað, sem við sáum í Skálavogi, var norska húsið, þar sem
norski herinn á Hjaltlandi hafði haft aðalbækistöð sína í síð-
asta stríði.
Á heimleiðinni frá Skálavogi komum við á Þingvöll, þar
sem hið foma lögþing hafði verið. Þingvöllur er í dal við norð-
urenda vatns eins, en hæðir em sitt hvorum megin. Kirkja er
á Þingvelli og prestssetur. tJti í vatninu er hólmi, og er mjór
gangstígur út í hann. Lesin var þar upp ritgerð eftir prestinn
á staðnum, J. W. Robertson, og var þar lýst hugmyndum
hans um þingið. Hugði hann, að það hefði verið haldið í hólm-
anum, en varla hefur hann þó áttað sig á því, hve mikill mann-
fjöldi var oft á hinum norrænu þingum. Halli nokkur var
nær bænum, og virtist mér hann miklu líklegri til að vera
þingbrekka.
Það var siður á móti þessu, að einhver okkar gestanna þakk-
aði fyrir fyrirlestra eða góðgerðir, og lenti það nú á mér í þetta
sinn. Mælti ég þá í upphafi nokkur orð á íslenzku og hafði
að texta orðskviðinn: „Með lögum skal land byggja“, sem ann-
ars em einkunnarorð Hjaltlands. Margur hefur haft meira
fyrir að afla sér orðstírs en ég þarna og verðskuldað hann
meira, því að það er ekki í frásögur færandi, þó að íslenzkur
maður tali íslenzku. En um þessa ræðu var þó nokkuð víða
getið í blöðum; einhver sendi mér t. d. Svenska dagbladet
með frétt um þetta.