Skírnir - 01.01.1951, Side 92
86
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
Margur fær af litlu lof,
en last fyrir ekki parið,
stendur í vísunni. En gaman hafði ég af öðru, sem ég heyrði
í sambandi við þetta. Einhverjir minnugir Hjaltlendingar
sögðu mér, að þeir hefðu heyrt annan fslending flytja ræðu
á íslenzku á Þingvelli á Hjaltlandi fyrir tveimur áratugum.
Þetta var Benedikt Sveinsson, fyrrverandi alþingisforseti, sem
var á ferð á Orkneyjum og Hjaltlandi sumarið 1928, þá á
leið frá Noregi.
V.
Þriðja smáferðalags okkar skal ég geta, til Mousa eða
Móseyjar. Það var fimmtudag 13. júlí, í ágætis veðri og glaða
sólskini. Nú var stutt að fara, aðeins hálfa leiðina til Jarls-
hofs, farin sama leið lengst af. Á bílum var farið langleiðina,
en síðan á bátum yfir Móseyjarsund. Mósey er lítil ey, grasi
gróin, með klöppum og klettum með sjó. Rétt við sjóinn,
heldur lágt, stendur hin fræga Móseyjarborg, sem nú er köll-
uð „broch of Mousa“. Orðið broch er komið gegnum gaelisku
af norræna orðinu borg. Móseyjarborg er hringmyndað mann-
virki, nærri því 16 m. i þvermál að neðan, en um 12,2 m.
að ofan; hún dregst því nokkuð saman, þó þannig, að efst eru
veggimir að utan nokkurn veginn lóðréttir. Þetta gefur henni
alveg sérstakan svip. Hæðin er nú 13,3 m., en hún má hafa
verið nokkm hærri í öndverðu. Aðeins eitt op er út, niðri við
jörð, og mátti loka því með geysimikilli hellu. Veggimir em
mjög þykkir að neðan, en dragast saman, þegar ofar dregur;
eru þeir þar hohr innan; liggja innan í þeim bæði göng og
stigar, hvort tveggja úr grjóti. Allt er þetta hlaðið, og hafa
það engir klaufar verið, sem það gerðu, því að það er gert
af miklum hagleik. Nú hefur verið sprautað sementi innan í
veggina, til þess að þeir varðveitist héðan af. Gizkað hefur
verið á, að þak hafi verið á úr timbri, en enginn veit þó um
það með vissu. Lítils háttar uppspretta er í gólfinu, þar em
og leifar af ami og einhverjum byggingum. Móseyjarborgar
er getið tvívegis í íslenzkum sögum. I annað skiptið i Egils
sögu; segir þar, að þegar Björn Brynjólfsson nam á brott Þóm