Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 93
Skírnir
Ferðaþættir frá Hjaltlandi og Orkneyjum
87
hlaðhönd, föðursystur Arinbjamar hersis, fór hann með hana
vestur til Hjaltlands, og sátu þau í Móseyjarborg tnn vetur-
inn, en fóm síðan til Islands. Aftur er Móseyjarborgar getið
í Orkneyinga sögu á 12. öld og aftur í sambandi við brott-
nám konu. En borgin er þó miklu eldri. Talið er, að menn
hafi fundið leifar um 500 slikra borga, á Hjaltlandi, Orkneyj-
um, Suðreyjum og Skotlandi. Þó að undantekningar séu frá
því, er allur þorri þeirra nærri sjó. Af munum, sem fundizt
hafa í þeim, t. d. rómverskmn, hafa menn ráðið, að elztu
borgir hafi verið gerðar svo sem á 1. öld e. Krists burð. Hverjir
reistu þessi stórkostlegu mannvirki og til hvers? Enginn veit.
Yanalegast mun þó að tengja þær við þá þjóð, sem Rómverj-
ar nefndu Pikta, en um tilgang þeirra era til fleiri en ein
kenning; önnur, að borgirnar hafi verið gerðar til verndar
friðsömu fólki, hitt, að þær hafi verið gerðar í hemaðarskyni
af herskáu fólki, eins konar fomaldar-víkingum. Ég á ómögu-
legt að slíta mig frá síðari kenningunni, þó að hin fyrri njóti
nú meiri vinsælda.
VI.
Þannig leið tíminn, og höfðum við nóg fyrir stafni. Enn eina
ferð skal ég geta um, til norðureyjanna. Áður en ég kom til
Hjaltlands, hafði ég hugsað mér norðureyjamar hálendar eins
og Færeyjar, en þar varð ég fyrir nokkmm vonbrigðum, því
að á þeim vom aðeins lág fell og hæðir. En fróðlegt var að
fara þar mn.
Enn eitt skal ég nefna, sem gerðist, áður en við fórum frá
Leirvík, en það var upplestur Jóns Helgasonar á Hildina-
kvæði. Sökum nálægðar Orkneyja við Skotland byrja skozk
áhrif í máli nokkuð snemma í Orkneyjum, svo að til em þar
skjöl á skozku frá 15. öld. Fyrsta dæmið um hjaltlenzkt skjal
á skozku er frá 1525, en síðan fer notkun skozku sem laga-
máls í vöxt, einkum á síðari hluta 16. aldar, þegar skozka
aðalsveldið var þar innleitt. Síðasta norræna skjalið frá Hjalt-
landi er sagt vera frá 1607. Þá er mál drottinþjóðarinnar orðið
alveg ofan á. Að sjálfsögðu talaði bóndinn við daglega iðju á
landi og sjó sína norn eða norrænu, en mál hans blandaðist