Skírnir - 01.01.1951, Page 94
88
Einar Öl. Sveinsson
Skirnir
meir og meir, og á 19. öld tala Hjaltlendingar skozka mál-
lýzku. 1 máli þeirra eru að vísu varðveitt mörg norræn orð,
einkum varðandi vinnubrögð, hluti, landslag og veðurfar, en
þessi orð eru, á líkan hátt og ömefnin, steingervingar, sem
ekki styðjast við hinn almenna orðaforða mállýzkunnar. Orða-
bók yfir hin norrænu orð hjaltlenzkunnar samdi Færeying-
urinn Jakob Jakobsen, liinn sami sem skýrði hjaltlenzk ör-
nefni. Á hans dögum var ekkert samfellt til á norrænu máli
í manna minnum á Hjaltlandi annað en nokkur þulubrot, sem
fáir eða engir skildu. Þar á meðal er gátan „Fjórir ganga,
fjórir hanga“. En það er alveg víst, að fyrr á öldmn var kveð-
skapur á norrænu máli hér í fullum blóma eins og í öðrum
norrænum löndum. Allur sá auður er þó gleymdur nema eitt
einasta kvæði, sem George Low, skozkur vísindamaður, skrif-
aði upp eftir gömlmn manni í eynni Fugli árið 1774. Þetta
er Hildinakvæðið. Það er danskvæði, sjálfsagt frá miðöld-
um, skylt danskvæðum (eða þjóðvísum) Norðurlanda. Efnið
er stórbrotið, segir frá Orkneyjajarli, sem nam á brott Hild-
ina eða Hildi, dóttur Noregskonungs. Noregskonungur fer á
eftir, og Illugi, einn af mönnum hans, fellir Orkneyjajarl.
Nú vill hann fá Hildi að launum, og það verður, en hún
gerir Illuga og menn hans drukkna og kveikir svo í höllinni,
þar sem hann er staddur. Þetta er hetjusagnaefni.
Jón Helgason lagfærði varlega textann, sem hefur látið
nokkuð á sjá, fyrst vegna gleymsku kvæðamanns, síðan fyrir
kunnáttuleysi skrifara. Las hann síðan hverja vísu fyrir
sig með enskri þýðingu og skýringum, en síðan kvæðið allt
saman. Aldrei hafði ég fundið reisn þess viðlíka eins vel og í
þessari framsögu, það var eins og það fengi nýtt líf. —• Auk
þess las Jón nokkrar dróttkvæðar vísur kveðnar á eyjum þess-
inn í fomöld, þar á meðal eina, sem vakti mikla kæti, en það
var vísan um Ásu, stúlkukind eina í Gullberuvík á Hjaltlandi;
hún hafði dottið í bmnninn og var dregin upp skjálfandi af
kulda; tönnumar gnötmðu, svo að menn skildu ekki, hvað
hún sagði, atatata og hutututu heyrðist mönnum hún segja.
Þar var þá staddur Rögnvaldur jarl, og var hann ekki lengi
að komast að meiningunni hjá Ásu og kvað um það vísu þessa: