Skírnir - 01.01.1951, Síða 95
Skírnir
Ferðaþættir frá Hjaltlandi og Orkneyjum
89
DúsiS ér, en Ása
atatata liggr í vatni;
þutututu, hvar skal ek sitja,
heldr er mér kalt, við eldinn.
VII.
Upplestxir Jóns á Hildinakvæði fór fram 20. júlí um morg-
uninn, en um kvöldið kvöddum við Hjaltlendinga og héldum
af stað til Orkneyja. Það var blítt veður, mjúk þoka á haf-
inu og sjór sléttur. Mig hafði langað að sjá Friðarey, þar sem
Kári Sölmundarson dvaldist; sú ey er milli Hjaltlands og
Orkneyja og kallast nú Fair Isle, en ég sá fram á, að skipið
mundi fara þar hjá um óttuskeið, en erfiður dagur fram
undan, og mat ég því svefninn meira.
Um morguninn snemma komum við til Kirkwall (Kirkju-
vogs) í Orkneyjum. Aðalleiðsögumaður okkar Jóns Helga-
sonar í því landi var dr. Hugh Marwick. Hann hafði komið
yfrum til Hjaltlands og flutt þar tvo fyrirlestra. Eftir síðari
fyrirlestur hans varð ein hjaltlenzk kona látin þakka honum
lesturinn. Hún mælti: „Við hér á Hjaltlandi getum ekki séð,
að við stöndum þeim í Orkneyjum neitt að baki. En við verð-
um þó að játa, að þeir hafa tvennt fram yfir okkur. Annað
er St. Magnúsarkirkjan, hitt er dr. Marwick“. Þetta var ekki
út í bláinn sagt. Hjaltlenzkir fræðimenn hafa mikinn áhuga
á sögu sinni, ömefnum og alþýðlegum fræðum, en ég efast
um, að nokkur þeirra skilji íslenzku eða norrænu, og þarf
ekki í grafgötur um það að ganga, hve mikill bagi þeim er að
því. Aftur á móti var dr. Marwick sýnilega töluverður nor-
rænumaður; hann hafði ritað orðabók um leifar af norrænu
í Orkneyjum (the Orkney Norn), og um ömefni í Orkneyj-
um hefur hann skrifað. Orkneyinga sögu kunni hann upp á
sína tiu fingur og var yfirleitt fróður í sögum. Dr. Marwick
kannaðist við nokkra Islendinga, þar á meðal Jón Baldvinsson.
Aðeins ein af Orkneyjum er hálend, enda heitir hún Há-
ey, nú Hoy, og eru miklir hamrar vestan á henni, svo sem
menn mega vel sjá, sem fara um Péttlandsfjörð. I sumum
sögum segir, að á Háey berðust þeir Héðinn og Högni um