Skírnir - 01.01.1951, Síða 97
Skímir
Ferðaþættir frá Hjaltlandi og Orkneyjum
91
ar, en það eru rúnaristur víðs vegar á veggjum klefans. Ein
er á þessa leið: „Þat man satt, er ek segi, at fé var fœrt á
brott; þrim nóttum var fé brott fœrt heldr en þeir Jórsala-
menn brutu haug þenna“. Munu þetta hafa verið kross-
farar þeir, sem fóru með Erlingi jarli skakka og Rögnvaldi
jarli 1151—52 til Jórsala. Á öðrum stað er ruglingsleg, löng
rista, og stendur þar m. a.: „tJtnorðr er fé fólgit mikit ...
Jórsalafarar brutu Orkhaug. Hlíf matselja jarls reist. Þat var
löngu, er hér var fólgit fé mikit. Sæll er sá, er finna má þann
auð hinn mikla. Hákon einn bar fé ýr haugi þessum“. Ekki
er ég alveg sannfærður um, að allt, sem segir um auðinn í
haugnum í þessum ristum, sé alvara.
Ýmislegt fleira skemmtilegt er hér rist á steinveggina. Á
einum stað stendur t.d.: „Þessar rúnar reist sá maðr, er rýnstr
er fyrir vestan haf, með þeirri öxi, er átti Gaukr Tran[d]ils-
sonr fyrir sunnan land“. Það er ekki lítið gaman að hitta
hér öxi Gauks Trandilssonar, þess sem getið er um í Njálu og
víðar; svo mikið var sambandið milli Islands og Orkneyja á
þessum tíma. -— Á þessum dögum, þegar Jórsalafarar voru
þarna og höfðu opnað hauginn, hefur það eflaust þótt skemmt-
un, jafnvel fyrir konur, að fara inn í hauginn og skoða klef-
ann; á það bendir þessi rista: „Ingibjörg hin fagra ekkja.
Mörg kona hefur farið lút inn hér mikill ofláti11.1) Síðan
stendur með dulrúnum: „Erlingr“, og er það eflaust sá, er
risti og var að hugsa um Ingibjörgu, hina fögru ekkju.
Eftir Orkahaug skoðuðum við geysimikinn steinhring og
steinaraðir — eins konar traðir, sem lágu að hringnum — í
Steinnesi (Stennes), eigi alllangt frá, og hefur þar án efa
verið helgistaður einhverrar fornþjóðar, ef til vill þeirrar, sem
gerði Orkahaug. Frá Steinnesi héldum við til Scarabrae, sem
er út við vesturströnd Hrosseyjar. Þar hefur verið grafið upp
heilt steinaldarþorp, og var fjarska gaman að sjá það. Þar
mátti sjá eldhússkápa húsfreyjanna fyrir mörgum þúsund-
um ára.
Seinni part dags skoðuðum við St. Magnúsarkirkju í Kirkju-
1) 1 ristunni stendur ,lutrin‘, og verður að leiðrétta það einhvem
veginn.