Skírnir - 01.01.1951, Síða 99
Skímir
Ferðaþættir frá Hjaltlandi og Orkneyjum
93
En sú sýn var þó sveipuð raunablæ. Norrænt mál var nú
gleymt á eyjunum; þau orð, sem enn eru til í hinni skozku
mállýzku eyjabúa, eru á undanlialdi undan skólalærdómi og
nýrri vinnutækni. ömefnin em eins og steingervingar, flest
þeirra em óskiljanleg öllum almenningi. Kvæðaauður sá, sem
einu sinni var hér til, er nú týndur, um aldur og ævi. Hildina-
kvæði er á framandi tungu. Eyjarskeggjar hafa glatað þjóð-
erni sínu og öðrum verðmætum hinnar fomu menningar
sinnar.
Sumt í sögu eyjanna lítur út eins og tilviljun. Nútíðarmanni
finnst það tilviljun og nálega skrípaleiksatvik, þegar eyjamar
em settar að veði fyrir heimanfylgju konungsdóttur og síðan
seldar í hendur stjóm annars lands. En eftir það hlýtur smám
saman að síga á ógæfuhlið. Eyjabúar, undir lögmönnum sín-
um og jörlum, höfðu notið tiltölulega mikils frelsis og sjálf-
ræðis, en skozka aðalsveldið bindur enda á það, og skozk lög
komast á. Smám saman útrýmir skozkan norrænunni sem
lagamáli. Og eftir þetta gerist hér ekkert af tilviljun, allt sam-
kvæmt jámhörðum lögmálum.
Skammt norður af Hjaltlandi em Færeyjar, sjálfsagt miklu
harðbýlla land en Hjaltland. Færeyingar hafa varðveitt tungu
sína, þeir hafa varðveitt mikið af fornrnn kvæðum. Á 19. öld
hefst þar töluverð þjóðemishreyfing, og nú eiga Færeyingar
allmiklar bókmenntir á tungu sinni. Þeim hefur fjölgað
eðlilega; 1801 vom þar um 5 þúsundir, 1949 rúmlega 30 þús-
undir. Þeir hafa eflzt mikið á þessari öld. Nú munu þeir eiga
eitthvað nærri hálfum 4. tug togara. Við minnumst þess, sem
ég gat áður um íbúatölu Hjaltlands og Orkneyja, og að
Hjaltlendingar áttu enga togarana, því að togararnir, sem þeir
hefðu átt að gera út frá Leirvík, em gerðir út frá Aberdeen.
Einnig hér ríkja jámhörð lögmál og engin tilviljun.
Þannig lýkur þessum ferðaþáttum um þessar sögufrægu
norrænu byggðir og hið einstaklega geðþekka fólk, sem þar
býr.