Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 100
PÉTUR SIGURÐSSON:
LÉNARÐUR OG EYSTEINN í MÖRK
I.
Um Lénarð fógeta, sem svo er nefndur, er engin heimild
frá samtíðarmönnum, nema bréf eitt frá Stefáni biskupi
Jónssyni, á þessa leið:
„En af því að oss og mörgum góðum mönnum er kunn-
ugt, í hversu mörg brot greindur Lénarð hefur fallið við
Guð, heilaga kirkju og oss, eftir því sem vér sjálfir sögð-
um honum í vor.
In primis um við og aðra þá hluti, sem hann hefur haldið
fyrir heilagri kirkju og oss, þvert í móti vorum vilja.
Item um mannslagið í vetur.
Item um misþyrming við bróður Árna, sláandi hann til
mikilla meiðsla á sjálfan páskadaginn í vor, og hefur hér í
öngva lausn fyrir tekið, sem honum ber, og um það fleira, sem
vér kunnum ekki í þessu sinni allt að greina. En sakir þess,
að þér eruð nú hér í landið hans nánastur frændi, þá vilj-
um vér vita út af yður, hvort þér viljið gjöra nægju heil-
agri kirkju og oss í bót og betran fyrir brot áður nefnds Lén-
arðs út af þeim peningum, sem hann hafði meðferðis, eftir
því sem dandimönnum þykir mögulegt, en vér gjörum þá
af vorum parti um lausn og aðra hluti, sem til standa, eftir
því, sem skjallegt þykir. Sérlega um kirkjuleg kunnum vér
ekki minni tænað að taka upp á heilagrar kirkju vegna en
þrjátigi hundraða í betran fyrir svoddan stórbrotamann, til
þess að hann fái kirkjuleg."
Af þessari heimild er að ráða, að Lénarð þessi er útlendur
maður, sbr. „að þér eruð nú hér í lancliS hans nánastur
frændi“, og mundi ekki svo til orða tekið um íslenzkan mann,