Skírnir - 01.01.1951, Síða 101
Skírnir
Lénarður og Eysteinn í Mörk
95
ennfremur, að minnzt er á peninga, „sem hann hafði með-
ferðis“, og loks nafn hans. Hann hefur dáið einhvem tíma
milli þess sem bréfið er ritað og næstu páska á undan, fram-
ið rán, manndráp og misþyrmingar skömmu áður, hlotið
áminningu af biskupi, ekki verið talinn kirkjugræfur, en
frændi hans einn, staddur hér á landi, sem hefur haft fjár-
muni hans undir höndum, beiðist þess af biskupi, að hann
fái kirkjuleg, og heitir biskup því, og að vísu með afar-
kostum.
Næsta heimild em Biskupaannálar séra Jóns Egilssonar,
ritaðir 1605 eða um heilli öld eftir biskupstíð Stefáns Jóns-
sonar. Séra Jón var fæddur 1548 á Snorrastöðum í Laugar-
dal og var enn lifandi 1634. Hann var 11 ár í Skálholts-
skóla, varð prestur í Hrepphólum eftir afa sinn 1571, en
árið 1605, þegar hann skrifar annálinn, er hann kominn vist-
ferlum í Skálholt. Hann var því alla ævi í Skálholti eða á
næstu grösum við það. Afi hans, séra Einar Ölafsson, er aðal-
heimildarmaður séra Jóns um frásagnir á fyrra helmingi
16. aldar. Hann fæddist 1497, varð prestur á Seltjamarnesi
og bjó í Laugarnesi, síðar (1531—52) í Görðum á Álftanesi,
og loks í Hrepphólum (1553—71). Hann andaðist 1580. Séra
Einar var hinn mesti vinur Ögmundar biskups og hafði um-
boð yfir Skálholtsjörðum um Suðurnes og upp að Hvalfirði.
Þegar ögmundur hafði verið fluttur á skip og Danir ginntu
hann til þess að afhenda til lausnargjalds sér allt silfur hans,
þá var það séra Einar í Görðum, sem biskup lét sækja og
trúði fyrir, hvar hann hafði fólgið silfrið. Báðir áttu þeir,
séra Einar og séra Jón, greiðan aðgang að heimildum þeim,
sem þá vom til í Skálholti. Séra Jón var náskyldur Stefáni
og ögmundi biskupum, dóttursonur Sigmundar biskups, er
var systursonur ögmundar, en kona hans var skyld konu
Gísla biskups Jónssonar. Mætti ætla, að hann hefði manna
bezt skilyrði til þess að fá réttar sagnir af þeim atburðum,
er gerðust fyrir hans minni á 16. öld í námunda við Skál-
holt eða Skálholtsbiskupar létu til sín taka. Frásögn hans
um Lénarð er á þessa leið:
„Torfi (þ. e. í Klofa) lét drepa mann þann útlenzkan á