Skírnir - 01.01.1951, Síða 102
96
Pétur Sigurðsson
Skímir
Hrauni í ölvesi, er Lénarð hét; hafði hann setzt með ráni
á Amarbæli og heitazt við að drepa Torfa. Með Lénarði var
sá maður, 18 vetra, er Eysteinn hét; hann varði einn dym-
ar, svo enginn komst inn, fyrr en þeir mfu húsin. Sá sami
maður var alla ævi síðan á Landi, og er það sá hinn sami
sem flúði undan eldganginum í Heklu með konu sína, sem
áður er sagt. Eftir þetta gekk Torfi til hlýðni við biskup
og tók lausn fyrir það víg.“
Varla mun ástæða til þess að rengja þessa frásögn. Þetta
gerist í hernsku séra Einars og kemur að engu leyti í bág
við bréf Stefáns biskups.
Þá er vígs Lénarðs getið í Fitjaannál með þessum orðum
við árið 1502:
„Riddari Torfi Jónsson í Klofa drap fógetann frá Bessa-
stöðum, Lénarð.“
Rétt er að taka fram í þessu sambandi, að þar sem vígs
Lénarðs er getið í Hrappseyjarútgáfu Skarðsárannáls, þá hafa
útgefendumir tekið þá grein úr Fitjaannál, en í Skarðsár-
annál var ekki minnzt á Lénarð.
Loks er að geta þess, að sagt er frá Lénarði í Hirðstjóra-
annál Jóns prófasts Halldórssonar:
„Hér um anno 1502 finnst, að fógeti sá hafi verið á Bessa-
stöðrnn, er Lénarður hét; kom sér illa, gjörði margt strák-
lega, hataðist helzt við Torfa Jónsson á Klofa; settist á
Amarbæli í ölfusi með ráni; gerði Torfi honum aðför á
Hrauni í ölfusi, en Eysteinn Brandsson hinn sterki, þá 18
vetra orðinn, fylgjari Lénarðs, varði bæjardymar með svodd-
an karlmennsku, að menn Torfa komust ei inn, fyrr en þeir
rifu húsin á baki honum og drápu Lénarð. Þótt fátt væri
með Torfa og Stefáni biskupi, samt sagði biskup, að Torfi
skyldi hafa unnið það verk manna heppnastur, og setti hon-
um hægar skriftir. Eysteinn varð og fyrir hægum sektum,
vide annál séra Jóns Egilssonar."
Allir síðari sagnaritarar byggja frásögn sína á þessum
heimildrun, sem nú vom nefndar, einni eða fleirum, og þarf
því ekki að geta þeirra.
1 þessari fáorðu frásögn Fitjaannáls em tvö ný efnisatriði: