Skírnir - 01.01.1951, Side 104
98
Pétur Sigurðsson
Skírnir
Jóni Egilssyni er sýnilega með öllu ókunnugt um, hvaða ár
þetta hefur gerzt. Hann er ófróður um tímatal um þessar
mundir, þegar afi hans var í bernsku. Yíða er svo að orði
komizt, að hitt eða þetta hafi gerzt á dögum Stefáns hisk-
ups eða einhvers annars. I frásögninni um greinir biskups
og Torfa í Klofa er ekkert ártal, og ekki veit séra Jón, hve-
nær Torfi dó, segir aðeins: „Torfi varð ekki mjög gamall
maður.“ Þetta er eðlilegt; hann er að endursegja það, sem
afi hans fræddi hann á fyrir 30 árum eða fyrr; þá var ekki
verið að draga saman efni í sagnarit.
Bréf Stefáns biskups, sem greint var í upphafi, er prent-
að í 7. hindi Fombréfasafns, bls. 626. Útgefandi gerir við
það þessa athugasemd:
„Það, sem stendur hinumegin á skinnblaðinu, er frá 1497;
frá því ári getur þetta þó ekki verið, en allt er þetta úr
bréfabók Stefáns biskups. Espólín árfærir dráp Lénarðs fó-
geta til 1502, og önnur hönd er á þessu en á þvi, sem stend-
ur hinumegin á blaðinu.“
Skinnblað þetta er nú í Þjóðskjalasafni. Það er ekki úr
neinni bók, en ummæli útgefanda Fornbréfasafns má þó til
sanns vegar færa, því að þetta er efnisinntak bréfs, er biskup
hefur sent, og skiptir þá ekki máli, hvort ritað var á bók
eða laust blað, úr því að blaðið var vandlega varðveitt, sem
raun ber vitni. Blaðið ber þetta með sér, svo að enginn vafi
getur á leikið. Hefur skrifarinn ekki hirt að skrifa upphaf
bréfsins: kveðju og tilvísun til bréfs þess, sem verið er að
svara; þar hefur nafn Lénarðs verið nefnt, sbr. „greindur
Lénarð“ í upphafi inntaksins. Niðurlaginu, með kveðjuorð-
um, stað, degi og ártali, er líka sleppt.
Enda þótt það, sem ritað er hins vegar á blaðið, sé frá ár-
inu 1497, getur bréfið vel verið skrifað síðar. Nú eru engin
gögn til þess að rengja ártalið 1502, og má vel vera, að það
sé rétt. En eftirtektarvert er, að þar sem Fitjaannáll hefur
ártalið fortakslaust, segir séra Jón Halldórsson „hér um anno
1502“. Nú var séra Jón nákunnugur Fitjaannál og höfundi
hans, hefur þekkt Odd á Fitjum frá bamæsku, — það er ekki
ýkjalangt milli Beykholts og Fitja, — átti annál hans, jók